Kosningaloforðakostnaður II
2.5.2007 | 22:10
Eftir yfirheyrslur Kastljóssins skýrðist betur hver stefna Samfylkingarinnar er í skattamálum, svo ég uppfæri yfirlitið
Almennar forsendur eru hér
Athugasemdir óskast, viðbætur og leiðréttingar.
Hvað er eftir af Jónínumálinu?
2.5.2007 | 18:16
Í yfirliti sem Alþingi hefur gefið út um veitingar ríkisborgararéttar á síðasta löggjafarþingi, kemur fram að 31 fengu jákvæða afgreiðslu. Af þeim eru 5 eða 16% sem hafa skert ferðafrelsi sem ástæðu og af þeim 5 hafa 2 búið skemur en 2 ár á landinu, þannig að mál stúlkunnar er síður en svo einsdæmi. Allir utan einn hafa persónuleg tengsl við landið og einungis einn er akkur fyrir íslenskt samfélag, sem ég les sem afreksíþróttamann. 9 eru börn, en 22 eru fullorðnir, þannig að fullyrðingar Kolbrúnar Halldórsdóttur og Ögmundar Jónassonar standast engan vegin og lýsa því að Kolbrún, sem er áheyrnarfulltrúi hafi lítið verið að hlusta.
Þetta yfirlit sýnir svo ekki verður um villst að fullyrðingar þeirra þriggja sem unnu málið á Alþingi standast. Ekkert hefur komið fram sem styður dylgjur um að Jónína hafi beitt sér óeðlilega í málinu. Auðvitað leiðbeindi hún stúlkunni. Minna væri nú.
Í framhaldinu verður í rólegheitunum að fara yfir afgreiðslur allra umsækjenda og endurskoða ferlið, sem full ástæða er til að gera, svo það verði ávallt hafið yfir vafa.
Það eftir stendur af málinu eru órökstuddar meiningar Helga Seljan, illa unnið mál af hans hendi, órökstudd gífuryrði fjölda manns og Alþingismennirnir Sigurjón Þórðarson og Össur Skarphéðinsson sem hafa sagt Guðrúnu Ögmundsdóttur, Guðjón Ólaf Jónsson og Bjarna Benediktsson ljúga og efast um heiðarleika Jónínu Bjartmarz, sem greinilega var ætlunin að koma höggi á í upphafi, af hvötum sem hver og einn getur sjálfur ályktað um. Að minnsta kosti segir tímasetning þessarar "uppgötvunar" sitt.
![]() |
Umsóknir um ríkisborgararétt afgreiddar ágreiningslaust innan allsherjarnefndar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað kosta kosningaloforðin?
2.5.2007 | 11:29
Mér finnst ótrúlegt hvað stjórnmálaflokkarnir fá að gaspra um útgjöld hér og útgjöld þar, skattalækkanir hér og allsstaðar án þess að þurfa að gera grein fyrir sínu máli. Enginn þeirra þarf að gefa út útreikninga á kostnaði og tekjum.
Þegar ég bjó í Danmörku var þetta alltaf gefið upp og menn spurðir hvar menn ætluðu að spara til að auka útgjöldin annarsstaðar og hvaða sköttum ætti að breyta. Til að komast til botns í þessu tómarúmi, amk varpa aðeins ljósi á það, skulum við fara saman í vegferð. Reglurnar eru einfaldar: Ég ræð. Það er í samræmi við fundarsköp Drauga- og tröllavinafélags Evrópu, þar sem draugar og tröll eiga seturétt ásamt lifandi mönnum. Þar sem enginn veit hve margir eru í raun á fundinum hefur forseti einn lýðræðislegt ákvarðanatökuvald. Þær aðstæður eiga við í bloggheimum líka.
Ég skal vera sanngjarn, get ekki verið alveg hlutlaus, en ætla að vera málefnalegur.
Athugasemdir óskast settar inn í athugasemdadálkinn eða ef fólk getur ekki birt nafn sitt vegna starfs eða þess háttar, geta sent athugasemdir á gesturgudjonsson@gmail.com . Mun sýna Dofra Hermannssyni þær athugasemdir við tækifæri, til staðfestingar því að ég fari rétt með þegar ég segi; "Mér hefur borist skeyti".
Byrjum á tekjum ríkissjóðs, því án tekna er ekki hægt að hafa útgjöld án skuldasöfnunar og ég veit ekki til að nokkur flokkur hafi skuldasöfnun á sinni stefnuskrá.
Ég byggi á upplýsingum frá RSK um skattamál og þjóðarbúskap Fjármálaráðuneytisins, og gef mér að tekjur ríkissjóðs sem heild vaxi að óbreyttu í takt við hagvöxt.
Í skýrslu fjármálaráðuneytisins kemur fram að áframhaldandi iðnþróun án stopps muni hafa 1-1,5% aukningu í hagvexti í för með sér. Gef mér 1,25%.
Í þeim tilfellum þar sem flokkar hafa ekki gefið upp tölulegar stærðir, er stuðst við yfirlýsingar frá kosningafundum, bloggsíðum málsmetandi flokksmanna og svo ályktunum síðueiganda. Fyllri upplýsingar óskast auðvitað.