Eðlilegast að sameina alla Árnessýslu í eitt sveitarfélag
21.5.2007 | 20:23
Þegar ákvörðun var tekin um að leggja niður sýslurnar og efla sveitarstjórnirnar, tel ég að skammsýnismistök hafi verið gerð. Farsælla hefði verið að auka vægi sýslunefndanna og gera sýslurnar að leiðandi nærþjónustustjórnsýslustigi en nýta gömlu sveitarfélögin sem "hverfaeiningar" sem nýst gátu fyrir íbúatengingar.
Sýslurnar eru til frá alda öðli sem menningarlegt og samfélagslegt fyrirbæri en þessir óskapnaðir sem hafa verið stofnaðir undanfarin ár ekki. Það er sífellt að koma betur og betur í ljós núna þegar fjallað er um að flytja fleiri verkefni til sveitarfélaganna að þau litlu eru allt of hamlandi fyrir þessa eðlilegu þróun.
Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hefur einnig virkað hamlandi í þessari þróun þar sem sveitarfélög tapa á því að sameinast í gegnum regluverk þeirra.
Þess vegna á ekki að vera með neinn smámunaskap í þessu, heldur sameina öll sveitarfélög í Árnessýslu.
![]() |
Vilja sameina Árborg og Flóahrepp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |