Þjórsárver friðuð - fyrsta verk ráðherra að ganga gegn vilja eigin sveitunga

Þótt ég fagni því sjálfur að friða eigi Þjórsárver, hlýtur það að vera undarleg tilfinning fyrir Björgvin G Sigurðsson frá Skarði í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, nýbakaðan viðskiptaráðherra að vera ráðherra í ríkisstjórn sem hefur það á sinni stefnuskrá að ætla að ganga fram gegn stefnu eigin sveitarstjórnar sem hefur óumdeildan skipulagsrétt innan eigin sveitarfélagsmarka. Hann ætlar sem sagt að virða sjálfstæði eigin sveitar að vettugi.

Það er einnig kúnstugt að handhafi þjóðlendunnar, Geir H Haarde, var fyrir mánuði á móti því að þetta yrði gert og beitti áhrifum sínum gegn því að Jónína Bjartmarz gæti friðlýst svæðið, bæði með vísun í þessarar andstöðu heimamanna og ekki síður eigin andstöðu. Nú hefur Geir sem sagt skipt um skoðun og lendir í leiðinni í því að vera með stefnu gengur þvert gegn stefnu flokksbróður síns, oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

Ríkisstjórnin ætlar greinilega sínu fram, sama hvað tautar og raular, óháð stjórnsýslulögum og skipulagslögum.


mbl.is Orðið ljóst að Norðlingaölduveita verður ekki byggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkavæðing Landsvirkjunar komin í ferli

Í stjórnarsáttmálanum segir:

"Tímabært er að leysa úr læðingi krafta einkaframtaksins svo að íslensk sérþekking og hugvit fái notið sín til fulls í útrás orkufyrirtækja."

Þetta þýðir með öðrum orðum að einkavæðing Landsvirkjunar er komin á dagskrá. Báðir formennirnir hengja sig í útskýringuna. "verður ekki einkavætt á kjörtímabilinu" Þetta orðalag "á kjörtímabilinu" þýðir ekkert annað en að kjörtímabilið verður notað til að koma Landsvirkjun í sölubúning og koma af stað umræðu um nauðsyn þess að selja hana. Hlutafé ríkisins er í höndum Sjálfstæðisflokksins og þar með stefnumótun fyrir fyrirtækið, forstjórinn er Sjálfstæðismaður og að ári einnig stjórnarformaðurinn.

Stefna Sjálfstæðisflokksins er skýr, og þetta orðalag sýnir að Samfylkingin hefur gefið Landsvirkjun eftir, orku iðra og fallvatna landsins, í skiptum fyrir ráðherrastólana.

Fagra Ísland hvað?


mbl.is Íslendingar taki forustu í baráttu gegn haf- og loftmengun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón segir af sér - uppbygging framundan

Maður sér talsverða samfellu með sögu hins flokksins sem Jónas frá Hriflu stofnaði, Alþýðuflokksins, þessa dagana. Sá flokkur hefur gengið í endurnýjun lífdaga í Samfylkingunni og nú er komið að Framsókn. Atlaga Halldórs að borginni var hrundið við Rauðavatn, en nú safnast liðið saman á Brúnastöðum til að undirbúa næstu atlögu. Sú verður mun öflugri, enda hefur þessi niðurstaða þjappað flokknum mun meira saman en ég hefði þorað að vona. Auðvitað eru einhverjir armar enn að dinglast út í loftið, en massi flokksmanna er búinn að fá nóg af þeim átökum og því munu þessir armar visna og nýtt fólk taka við. Til þess þarf tíma.


mbl.is Jón Sigurðsson segir af sér formennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband