Afslætti Norðlingaölduveitu fagnað of snemma?
24.5.2007 | 23:04
Ingibjörg Sólrún hefur riðið á skýi Bleikjunnar í gær og fyrripart dagsins, takandi við fögnuði og þökkum frá þeim sem hafa barist fyrir friðun Þjórsárvera. Dagurinn er ekki liðinn, þegar raunveruleikinn kemur í ljós og innihaldslítil orðbólga Samfylkingarinnar afhjúpast.
Geir H Haarde, sem er handhafi þjóðlendunnar, hinn formlegi "landeigandi" Þjórsárvera og þarf sem slíkur að samþykkja friðlýsinguna, hefur sagt að orðalag stjórnarsáttmálans slái Norðlingaölduveitu ekki út af borðinu.
Orðalagið er þannig að hann getur alveg staðið á því. Svæðið sem Norðlingaölduveita myndi færa á kaf væri kannski hægt að halda fram að sé ekki votlendi, en orðalag sáttmálans miðar eingöngu við votlendi, ekki landslagsheildina. Hann veit líka sem reyndur stjórnmálamaður að maður brýtur ekki lög í stjórnsýsluákvörðunum. Ríkisstjórnin væri nefnilega að brjóta lög ef Þjórsárverin yrðu friðlýst í trássi við skipulag svæðisins og vilja heimamanna. Þess vegna fellur þessi hluti stjórnarsáttmálans um sjálfan sig ef Geir vill standa á sínu og beitir sér ekki við að telja flokksbróður sínum, oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps og sveitunga viðskiptaráðherra, hughvarf.
Það var vegna þessa vilja heimamanna sem Framsókn gat ekki friðlýst svæðið og fékk á sig gráan stimpil Framtíðarlandsins að launum, en Samfylkingin grænan, af órökstuddum ástæðum.
Fjallaði um þetta í aðdraganda kosninga á eftirfarandi hátt
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fréttaflutningurinn er ekki réttur
24.5.2007 | 11:32
Bruninn er ekki í olíuhreinsistöðinni í Mongstad, heldur í olíubirgðastöð Vesttank. Þessir geymar eru staðsettir eitthvað frá hreinsistöð Statoil. Stöðin meðhöndlar úrgang sem fellur til hjá olíuborpöllunum í Norðursjó, ekki hráolíu. Þetta er því algerlega óskyldur og ósambærilegur rekstur við rekstur olíuhreinsunarstöðvar eins og verið er að skoða byggingu á á Vestfjörðum.
Svona fréttaflutningur er með ólíkindum.
![]() |
Mikill bruni í olíuhreinsunarstöð skammt frá Bergen í Noregi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvaða einkunn gefur Framtíðarlandið Samfylkingunni núna?
24.5.2007 | 11:07
Mér til sárra vonbrigða flokkaði Framtíðarlandið Framsókn sem gráan flokk fyrir kosningar. Framtíðarlandið hefur engan rökstuðning gefið fyrir þeirri flokkun sinni, en samtökin eyddu hundruðum eða milljónum króna í níðáróður um Framsókn, Sjálfstæðisflokkinn og Frjálslynda fyrir kosningarnar. Kostnaður sem ekki verður talinn með í kostnaði VG, Samfylkingarinnar og Íslandshreyfingarinnar þegar uppgjör auglýsingakostnaðar framboðanna verður gert opinbert.
Ég skora því á Framtíðarlandið að samtökin geri grein fyrir þeirri flokkun sinni og einnig skoðun sinni á Samfylkingunni eftir að stjórnarsáttmálinn liggur fyrir, án nokkurs stóriðjustopps, frekar harðari framgangs virkjanamála en Framsókn lagði til með Íslandskorti sínu.