Slow Down stjórnin handsöluð? - Er Egill hræddur við Jón?
9.5.2007 | 20:29
Mælingin staðfestir stöðu flokkana eins og hún var þegar hún var tekin og í ágætu samræmi við Capacent Gallup mælingarnar, en þær voru að sýna svipaða niðurstöðu á þeim tíma, en nú virðist fólk vera að ákveða sig og þá breytist fylgið.
kl 23:38 Var beðinn um að bæta inn útskýringum á þessari fullyrðingu sýni það hér. Sýni niðurstöðu mv mælingardagana.
Í kappræðum kvöldsins kom Egill Helgason upp um skoðun sýnar á stjórnmálamönnunum. Hann leyfði Jóni Sigurðssyni, formanni Framsóknar aldrei að svara án þess að hann gjammaði fram í, ekki einu sinni. Allir hinir fengu að svara spurningum hans án þess að hann gjammaði inn í, Ómar gat ekki hamið sig, en hin fengu að svara óáreitt.
Einn á einn hlutinn var flottur. Allir stjórnmálamenn fengu að sýna sitt rétta andlit, fengu erfiðar spurningar. Guðjón Arnar var spurður um hvort hann hafi svindlað á kvótakerfinu. Hann mundi ekki til þess...
Álitsgjafahlutinn á ekki að eiga sér stað. Áhorfendur eiga að fá að mynda sér eigin skoðun án svona áhrifa...
En fréttir kvöldsins voru þær að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vill fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum, með því að segja að hún muni sætta sig við annað ráðherraembætti en forsætisráðherra í ríkisstjórn, en sem formaður næst stærsta flokksins er hún að segjast vilja í sæng með íhaldinu, en spá um hana og fyrstu verk hennar eru útlistuð hér.
![]() |
Ríkisstjórnin fallin samkvæmt nýrri skoðanakönnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Framsókn í umhverfismálum
9.5.2007 | 18:23
Það kann að hljóma undarlega, en almennt er ekki mikill ágreiningur milli flokkanna um umhverfismál. Umhverfismál eru nefnilega svo mikið meira en virkjanir og náttúruvernd. Þau eru marghöfða þurs, með höfuð manna, dýra, plantna og annars í lífríkinu, jarðvegs, jarðmyndana, vatns, lofts, veðurfars og landslags, samfélags, heilbrigðis, menningar og menningarminja, atvinnu og efnislegra verðmæta.
Framsókn hefur um árabil haft alla þessa þætti í sinni stefnuskrá og á síðasta flokksþingi var stefnan meitluð enn betur, en sjálfbær þróun er grunnstef hennar. Framsókn hefur staðið fyrir byltingu í endurnýtingu og meðhöndlun spilliefna, þannig að aðrar þjóðir eru að taka okkar aðferð upp. Hagrænum hvötum er beitt sífellt meira, þannig að sá sem mengar á að borga. Mengunarvarnarlöggjöfin hefur verið endurskoðuð í þeim anda og ábyrgð fyrirtækja skerpt. Nauðsyn þess sannaði sig við strand Wilson Muuga núna í vetur, en samgönguráðherra kom ekki að þeirri endurskoðun með uppfærslu á siglingalögum og því var bótaskylda eigandans mun minni en ella hefði verið. Sem betur fer gat Jónína Bjartmarz gengið frá samkomulagi við eigendur skipsins um farsæla lausn á því máli. Framsókn hefur komið á nýrri og faglegri aðferðafræði við náttúruvernd með náttúruverndaráætlun og er stefnan að ganga enn lengra og meta ástand allra tegunda dýra og plantna með tilliti til vaxtar, viðgangs og nýtingar, svo ekki þurfi að grípa til dýrra og óþægilegra aðgerða eftir að í óefni er komið. Það er framsýni í anda Framsóknar.
Unnið er að samræmdri stefnu ríkis og nokkurra sveitarfélaga í vistvænum innkaupum í samræmi við innkaupastefnu ríkisstjórnarinnar og Staðardagskrá 21. Í febrúar var samið við Samband íslenskra sveitarfélaga um áframhald málsins. Þetta eru allt mál sem fer lítið fyrir vegna þess að það er sátt um þau. Þau skipta okkar daglega líf og framtíð okkar miklu máli og er nauðsynlegt að halda áfram á sömu braut, en ekki á braut frjálshyggju Sjálfstæðisflokksins eða bann- og stoppstefnu vinstri flokkanna.
Loftslagsmál eru stærsta mál umhverfismálanna, enda almennt viðurkennt að hækkun hitastigs á jörðinni sé stærsta einstaka ógnin við lífríkið og samfélagið á jörðinni. Um það eru allir flokkar sammála, þótt innan Sjálfstæðisflokksins heyrist reyndar enn efasemdaraddir. Allir jarðarbúar verða að axla ábyrgð og færa fórnir fyrir framtíðina. Líka Íslendingar. Okkur ber skylda til að nýta þær orkuauðlindir okkar sem við teljum forsvaranlegt að gera út frá náttúruverndarsjónarmiðum, því heimurinn þarf orku sama hvað hver segir og áliðnaðurinn er sú aðferð sem best hefur þótt henta til að binda orkuna og flytja hana út, því við erum fyrir löngu orðin sjálfum okkur næg í rafmagni og hita og getum því trauðla náð lengra, nema á sviði samgangna. Þar leika almenningssamgöngur lykilhlutverk.
Til að skýra málstað sinn hefur Framsókn á Íslandskorti sínu sett á skýran hátt fram þau svæði sem mögulega á að nýta, hvaða svæði ber að vernda og hvar eigi að staldra við og skoða málið. Aðrir flokkar flæmast undan, meira að segja Vinstri Græn eru tvístígandi, Samfylkingin virðist hafa eina stefnu í hverju kjördæmi, meðan Sjálfstæðisflokkurinn segir ekki neitt handfast í þessu, frekar en öðrum málum. Bara að það eigi að selja Landsvirkjun.
Ef þér er annt um jörðina og landið okkar er atkvæði þínu best varið hjá Framsókn.
Til að geta gert betur í velferðarmálum þarf traustan grunn, stöðugar framfarir og samfellu í þróun.
Þessu virðast kjósendur vera að átta sig á. Til að geta lofað útgjöldum verður að gera grein fyrir því hvernig teknanna er aflað.
Það hefur Samfylkingin ekki gert skattatillögur þeirra valda tekjuminnkun ríksins, sömuleiðis Frjálslyndir sem bulla út og suður um skattamál, VG vilja hækka skattleysismörkin án þess að minnka tekjur ríkisins, sem krefst hækkunar skattprósentunar upp í 50%. Það getur hrakið stóran hluta hálaunafólks úr landi og dregur úr hvata til menntunar. Sjálfstæðisflokkurinn segir ekki neitt en íhaldsgrýlan skín í gegn með aukinni misskiptingu. Íslandshreyfingin virðist ekki vera í okkar tíma eða rúmi, líklegast á frúnni úti að fljúga
Þegar skattatillögur flokkanna eru teknar saman gefur það eftirfarandi tekjuniðurstöðu sem sem nýtist til ráðstöfunar m.a. í aukna velferð, menntun og auknar fjárfestingar í innviðum samfélagsins. SAmkvæmt því verða Frjálslyndir, Samfylkingin og Íslandshreyfingin að gera kjósendum grein fyrir því hvar þeir ætla að skera niður í velferðinni.
- B 87,3 milljarðar króna, hófsöm lækkun skatta, meiri áhersla á velferð
- D 59,1 milljarður króna, stöðug lækkun hlutfalls, aukin misskipting
- F -20,2 milljarðar króna, vanhugsaðar tillögur í skattamálum eru dýrar
- S -13,3 milljarðar króna,
- V 70,5 milljarðar króna með hækkun tekjuskatts í 50%
- Í -93,8 milljarðar króna, öfgahægristefna í skattamálum án tengingar við raunveruleikann
Þetta á vonandi eftir að koma í ljós á laugardaginn, því sem betur fer fær stór hluti kjósenda gott skynsemiskast í kjörklefanum.
![]() |
Fylgi Framsóknarflokksins tekur stökk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjálfstæðisflokkurinn án skýrrar stefnu í umhverfismálum?
9.5.2007 | 09:03
Guðfinna Bjarnadóttir opinberaði stefnuleysi Sjálfstæðisflokksins í umhverfismálum í umhverfismálaþætti sjónvarpsins í gærkvöldi. Þegar hún var spurð beinna spurninga varð hún að tala fyrir sjálfa sig og hvað henni fyndist sjálfri, enda stefna Sjálfstæðisflokksins í þessum málaflokki afar ómarkviss og ónákvæm og án nokkura beinna tillagna nema að leggja skuli rafstrengi í jörð. Stefnan er einungis sambland af vel til unnu hrósi til umhverfisráðherra Framsóknar og vilja til að klára þau lagafrumvörp sem búið er að vinna í ráðuneytum Framsóknar og almennum lýsingum um að bæta í örfáa hluta umhverfismálanna:
- Efnahagslegir hvatar verði notaðir í ríkari mæli til að ýta undir almenna notkun vistvænna ökutækja - Rétt er að minna á að fjármálaráðherra hefur ítrekað hafnað öllum undanþágum á gjöldum, t.d. vegna lífdísels.
- Herða viðurlög við umhverfisspjöllum - auðvitað, held að allir flokkar hafi þennan punkt.
- Vatnajökulsþjóðgarði fagnað - vilja halda áfram án þess að nefna nein dæmi.
- Stórefla landgræðslu - nefna hið merka verkefni Kolviður, sem hleypt var af stokkunum og þegar er komið til framkvæmda, ekkert nýtt sem sagt.
- Gerð verndar og nýtingaráætlunar. Þetta er orðað þannig að þeir eru í raun að boða stóriðjustopp þótt allir frambjóðendur þeirra tali á annan veg. Ekkert er minnst á þá kosti sem þeir vilja halda áfram með og komnir eru í farveg.
- Færa rafmagnslínur í jörð - eina beina tillagan
- Auka rannsóknir - á sviði umhverfis og auðlindamála. Flokkurinn vill sem sagt einskorða umhverfisrannsóknirnar við auðlindanýtingu?
Ekkert er minnst á mengun sjávar, sem er grundvöllurinn fyrir heilnæmri fæðu úr hafinu, endurnýtingu og endurvinnslu og ábyrgð fyrirtækja. Stefnan er hvað skýrust hvað varðar eignarhald á auðlindunum og orkufyrirtækja, sem þeir vilja færa í einkaeigu. Engar beinar tillögur eða leiðir, nema að færa rafmagnslínur í jörð. Þegar fara átti í skýrari svör tiltók hún ávallt að hún væri bara að tala um eigin skoðanir.
Í loftslagsmálunum er stefnan að Kyotobókunin sé í gildi. Engar leiðir eða lausnir. Það er reyndar ekki skrítið, þar sem málsvarar flokksins hafa hafnað því að hækkað hitastig jarðar sé af mannavöldum.
Þannig að græni fálkinn er ansi bláleitur, en Guðfinna virðist vel græn. Megi vegur hennar verða sem mestur innan Sjálfstæðisflokksins...