Breytt landslag í Danmörku

Var að koma úr góðu viku fríi í Danmörku. Þar hafa hlutirnir aldeilis breyst á síðustu mánuðum.

Undanfarin ár Venstre og Konservative myndað minnihlutastjórn með stuðningi eða hlutleysi Fremskritspartiets, sem stjórnað er af Pia Kærsgaard, flokks, sem hefur alið á andúð gagnvart útlendingum og fengið afar margt fram, og er haft í flimtingum að Anders Fogh Rasmussen tali oftar við hana en Bendt Bendtsen, formann Konservative.

En stóra breytingin er í kringum Radikale Venstre. Flokkurinn var í stjórn með krötum, en eftir að Marianne Jelved, leiðtogi þeirra neitaði samvinnu við V og K og sagðist ekki vilja styðja ríkisstjórn nema vera forsætisráðherra sjálf, skákaði hún sjálfri sér út. Óánægja með það og ýmis önnur mál, varð til þess að Naser Khater sem vakti mikla athygli fyrir framgöngu sína í tengslum við teiknimyndamálið stofnaði Ny Alliance ásamt 2 þingmönnum úr öðrum flokkum. Er flokkurinn nú í 15% fylgi í skoðanakönnunum, án þess að hafa sett fram fullmótaða stefnuskrá, meðan að Radikale Venstre hefur nánast þurrkast út í 4%. Var því eðlilegt að Jelved steig til hliðar og nýr leiðtogi kallaður til, Margrethe Vestager.

Það er áhugavert að hjá þeim er formaður þingflokksins pólitískur leiðtogi flokksins, en formaður flokksins sjálfs stýrir innra starfi hans.

Spurningin er hvort Vestager nái að snúa spilinu við. Hún hefur þegar boðið Anders Fogh stuðningi við góð mál, eins og Ny Alliance hafði áður gert. Gerir þetta það að verkum að VK þurfa ekki að beygja sig undir allt hjá Kærsgaard, heldur geta tekið boði þeirra flokka sem bjóða honum best, sem setur kratana í nánast vonlausa stöðu í sundurtættri stjórnarandstöðu. Fróðlegt verður að fylgjast með því hvort Guccidrottningin Helle Taarning Schmidt nái að halda haus í því spili.


Bloggfærslur 18. júní 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband