Rökfesta Samfylkingarinnar um stimpilgjöld

Í aðdraganda kosninganna gerðu Samfylkingarmenn lítið úr stjórnarflokkunum sem lögðu til að stimpilgjöld yrðu afnumin. Sögðust hafa lagt fram frumvörp um niðurfellingu stimpilgjaldanna og töldu lítið að marka stjórnarflokkana því þeir hefðu ekki gert þetta fyrir löngu, því þeir hefðu fellt tillögur þeirra á síðasta kjörtímabili.

Þess vegna var ég hissa á því að í stjórnarsáttmálanum stendur að stimpilgjöldin verði afnumin þegar ástandið á fasteignamarkaðnum leyfi það. Ég veit ekki betur en að fasteignamarkaðurinn hafi verið á fleygiferð og í miklu ójafnvægi þegar Samfylkingin lagði fram sín frumvörp á sínum tíma. Svo ef eitthvað er að marka Samfylkinguna og hún snúi ekki 180 gráður í öllum málum hefur Sjálfstæðisflokkurinn fengið að ráða þessum hluta stjórnarsáttmálans eins og svo mörgum öðrum.


Bloggfærslur 2. júní 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband