Himneskur kræklingur
4.6.2007 | 22:26
Nenni ekki að skrifa um pólitík núna. Rakst á snilldarkræklingauppskrift um daginn sem ég hef notað nokkrum sinnum síðan með góðum árangri.
Nota frystan krækling, en það er auðvitað hægt að nota ferskan krækling, sem þá þarf að dampa/sjóða í vatni eða hvítvíni.
500 gr af krækling er opnaður og annar hluti skeljarinnar fjarlægður. Hlutanum með fiskinum er komið fyrir í eldföstu móti.
50 gr af bræddu smjöri er blandað við 50 gr af ólívuolíu, salt og pipar og sett yfir 100 gr af rifnum parmesan og hrært. Út í blönduna er settur slatti af ferskri smátt saxaðri steinselju og rifi af hvítlauk, ef vill.
Blandan er sett yfir kræklinginn og bakað eða grillað við talsverðan hita 200-250°C þangað til að gumsið byrjar að brúnast.
Það er gott að hafa smá soð eða safa af kræklingnum í forminu, sem er hægt að dýfa brauði í og borða með þessum frábæra forrétti.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Yfirgangur framkvæmdavaldsins gagnvart löggjafarvaldinu
4.6.2007 | 11:52
Það lýsir vanvirðing við löggjafarvaldið þegar sáttmáli um fyrirkomulag og stefnu framkvæmdavaldhafanna innifelur atriði er varða löggjafarvaldið.
Val á Forseta Alþingis er hluti af því, breyting á þingsköpum, með breyttri nefndaskipan og með setningu siðareglna. Hvenær hefur framkvæmdavaldið eitthvað yfir löggjafarvaldinu, sem er valið beint af kjósendum að segja í þessum efnum. Þeim ferst líka, þessum flokkum að tala um siðareglur, sem ekki vildu opinbera eigin hagsmunatengsl á síðasta kjörtímabili, meðan að Framsókn og VG brutu blað í íslenskri stjórnmálasögu með því. Íhaldið og kratarnir vildu það ekki. Af hverju ætli það hafi verið.
Um leið og þetta er gert, reynir ISG að telja fólki trú um að hún vilji auka veg og virðingu Alþingis í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Ja, heyr á endemi.