Hvenær fórum við af lista hinna staðföstu þjóða?

Yfirlýsing ISG um að yfirflugsheimildirnar væru ekki í gildi og sú túlkun hennar á því að við værum þar með ekki lengur stuðningsmenn Íraksstríðsins kom mér á óvart. Það væri gaman að vita hver tók þá ákvörðun, hvernig hún hafi verið tekin, í samráði við hvern og hvernig bandarísk yfirvöld hefðu tekið þeim tíðindum. Ég bíð í ofvæni...

Ráðuneytaskipan á að vera sveigjanleg

Sat í starfshópi innan Framsóknar þar sem við fórum yfir stjórnarráðið. Var meginniðurstaða hópsins að hætta ætti að horfa á ráðuneytin sem þær föstu einingar sem þær hafa verið, heldur eigi frekar að horfa á skrifstofurnar sem fastar einingar, sem forsætisráðherra gæti skipað í ráðuneyti með reglugerð.

Taldi hópurinn að skipan málaflokka í málefni ætti að endurspegla þau verkefni sem væru á dagskrá viðkomandi ríkisstjórnar. Sem dæmi um ráðuneytaskipan sem hópnum þættu eðlileg var fjallað um forsætis-, utanríkis-, fjármála-, innanríkis-, velferðar-, atvinnuvega-, menntamála-, umhverfis- og heilbrigðisráðuneyti, sem þó gæti verið hluti velferðarráðuneytis. Væru þá 8-9 ráðuneyti, sem skiptu með sér verkum. Efla þyrfti pólitíska forystu ráðuneytanna, til að stemma stigu við pólitískum ráðningum inn í ráðuneytin sjálf, sem fengju þar með "frið" til að vera óháðari.


mbl.is Forsætisráðherra fái vald til að fækka ráðuneytum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. júní 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband