Hvernig eiga útvegsmenn sjálfir að geta skipt kvótanum?

Í kvöldfréttum RÚV var sagt að "Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir vaxandi fræðilegar ástæður til að trúa því að kvótahafarnir sjálfir, það er útgerðirnar, séu best til þess fallnir að stjórna fiskveiðum."

Heyr á endemi. Hvernig eiga þær útgerðir sem eru sterkar í loðnu, síld og rækju að gefa sínar veiðiheimildir eftir til að auka fæðu fyrir þorskinn eða annan bolfisk?

Af hverju ætti skelfiskútgerðin að gefa sinn rétt eftir fyrir steinbítsveiðum og svo framvegis?

Ef stofnarnir lifðu algerlega sjálfstæðu lífi í vistkerfi sjávarins væri hugsanlega hægt að ímynda sér þetta fræðilega séð, en þar sem stofnarnir hafa áhrifa hver á annan og útgerðirnar hafa ekki sömu kvótasamsetningu getur þetta aldrei gengið upp.

Ég held að hagfræðingurinn verði að líta aðeins upp úr fræðibókunum áður en hann heldur svona löguðu fram, vilji hann láta taka sig alvarlega.


Bloggfærslur 10. júlí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband