Lækkum laun afgreiðslufólks !?!

Það kæmi mér ekki á óvart að nú fari af stað skriða umræðu um inngöngu í Evrópusambandið til að lækka matvælaverð, eins og Samfylkingin hefur alltaf haldið á lofti þegar þessi umræða fer af stað.

Stór hluti álagningarinnar er vegna launaliða og það er öllum ljóst að laun á Íslandi er mun hærri en í austur- og suðurhluta Evrópu. Taka verður tillit til þess í þessari umræðu.

Við skulum einnig athuga að jafnvel þótt matvælaverð sé einna lægst á Spáni, mælt á þessum mælikvarða, þá eyða þeir mun stærri hluta innkomu sinnar í mat en við gerum. Einnig skekkir þennan samanburð að áfengi og tóbak er tekið með, en það er pólitísk ákvörðun hvers ríkis sem ákvarðar hvert verð á þeim vörum er. T.d. er áfengi 2,2 x hærra á Íslandi en meðaltalið.

Held að það segði meira hversu langan tíma það taki mann á lægsta launataxta að versla eina matarkörfu en þetta. Þeir sem ekki vilja taka tillit til þess eru því í raun að segja að það verði að lækka laun afgreiðslufólks í verslunum og í flutningageiranum, svo hægt sé að koma vörunni ódýrar ofan í körfuna hjá okkur neytendum.


mbl.is Matvæli dýrust á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. júlí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband