Ómerkilegur Össur
17.7.2007 | 22:24
Óháð því hvort kerfið hafi ekki brugðist rétt við hinni ísfirsku stúlku, þá er Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra íslensku þjóðarinnar sífellt að koma mér á óvart í ómerkilegheitum. Nú síðast ritar hann færslu á síðu sína þar sem hann heldur því blákalt fram án nokkura varnagla að tilvonandi tengdadóttir fyrrverandi umhverfisráðherra hafi fengið ríkisborgarréttinn vegna tengsla sinna við ráðherrann, þvert á allar fullyrðingar og staðreyndir sem fram hafa komið í málinu. Það hefur ekkert komið fram sem styður þessar fullyrðingar fyrrverandi kosningastjóra flokks þíns sem hefur efalaust kostað ráðherrann fyrrverandi þingsætið. Þvert á móti hefur Guðrún Ögmundsdóttir, flokkssystir ráðherrans, ítrekað haldið því fram að hún hafi ekkert vitað af þessum tengslum þegar hún fjallaði um málið. Þetta er álíka ómerkilegt og þegar hann kallaði á Alþingi eftir því hvar heilbrigðisráðherra væri, vel vitandi af því að hún væri í leyfi til að jafna sig vegna ofálags. Svo má líka spyrja sig af hverju hann hafir sagt dóttur þinni að Davíð Oddsson hafi reynst þér vel á síðu sinni.