Great global warming swindle - mótrök óskast

Horfði á afar áhugaverðan þátt á DR 2 í gær, Great global warming swindle, blekkingin um gróðurhúsaáhrifin. Þar eru færð afar sannfærandi rök fyrir því að verið sé að snúa hlutunum við í umræðunni um gróðurhúsaáhrifin, að aukinn styrkur koltvísýrings í andrúmsloftinu sé vegna hækkandi hitastigs, ekki öfugt. Sýndar voru mælingar því til staðfestingar þar sem sveiflur í styrk koltvísýrings fylgja hitastigssveiflum, en með talsverðri seinkun. Færð voru rök fyrir því að hækkun hitastigs Jarðar sé vegna aukinnar virkni sólarinnar og aukinn koltvísýringur í andrúmsloftinu sé vegna þess að þegar heimshöfin hitna missi þau úr sér koltvísýringinn. Ferli sem ég man svosem alveg eftir úr efnafræðinni.

Það væri gaman að fá í komment hérna tengla á síður sem færa mótrök við þeim rökum og staðhæfingum sem haldið er fram í þessum þætti.


Bloggfærslur 19. júlí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband