Græna stóriðjan - á verksviði viðskiptaráðherra?

Þótt ég sé Björgvini G Sigurðssyni hjartanlega sammála um að raforkuverð til garðyrkjuframleiðslu eigi að lækka eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, þykir mér undarlegt að viðskiptaráðherra sé að koma fram með þetta, því þetta er ekki á hans könnu ef ég hef skilið málin rétt, taldi að þetta væri á könnu iðnaðarráðherra.

Raforkuverð var gefið frjálst á síðasta kjörtímabili, svo verðlagning raforku er ekki lengur á könnu ríkisstjórnarinnar, svo eina leiðin til að tryggja framgang málsins á vettvangi ríkisstjórnarinnar er að niðurgreiða rafmagnið til garðyrkjunnar. Það er ekki mjög í anda stefnumótun Samfylkingarinnar, sem ég hélt að vildi hætta niðurgreiðslum til landbúnaðarins. Svona getur maður misskilið hlutina...


Bloggfærslur 22. júlí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband