Eðlilegt að aðskilja öryggistæki og veiðieftirlitstæki
4.7.2007 | 21:03
Í framhaldi af yfirlýsingu útgerðarmanns sem staðinn var að ólöglegum veiðum og tæki sem sjómönnum nota til öryggis síns er eðlilegt að setja spurningamerki við það. AIS kerfið hefur ekki verið sett í alla báta vegna þessa og menn með slökkt á því þegar þeir eru á "leyniveiðistöðum" sínum, er eðlilegt að menn staðli við.
Sjómenn fá heimild til að veiða úr stofnum sem eru ekki eign þeirra einna, heldur allrar þjóðarinnar. Því þætti mér afar eðlilegt að þeir sem fá þessa heimild undirgangis þá kvöð að sett yrði innsiglað GPS tæki sem skráði staðsetningar skipsins á hverjum tíma og sendi með GSM kerfinu til fiskistofu þegar það væri í sambandi. Í sjálfu sér sama kerfi og SAGA hugbúnaðurinn í bíla getur gert.
Það kerfi á að vera óháð STK og AIS öryggiskerfin sem öll skip, hvort sem þau hafa veiðiheimild eða ekki, ættu að hafa um borð.
![]() |
Segir veiðieftirlit Gæslunnar vera árás á öryggi sjómanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |