Niðurskurður í heimiluðum hámarksafla er ekki kvótakerfinu sem slíku að kenna. Það er ekki vegna þess að menn noti magntakmörkun við verndun stofnsins í stað sóknartakmörkunar. Þetta er vegna þess að vísindunum hefur ekki tekist að koma með þau ráð til stjórnmálamannana sem duga til að byggja upp þorskstofninn.
Það þarf að bæta meiri peningum í rannsóknir á vistkerfi sjávarins, hvort sem það er gert með því að auka fjármagn til Hafró eða með því að láta Háskóla Íslands fá aukið hlutverk við grunnrannsóknir. Persónulega held ég að það væri hollt að hafa tvo aðila í þessu, til að fá eðlilega gagnrýni og samkeppni í þessa mikilvægu starfsemi. Aðilar hljóta að geta sameinast um rannsóknarskip og einnig farið meira út í að leigja sér far með "venjulegum" fiskiskipum.
En meiri rannsóknar er þörf, svo mikið er víst, því við virðumst ekki þekkja nógu vel til vistkerfisins til að koma í veg fyrir svona áföll. Það er ekki ásættanlegt
![]() |
Einar K. Guðfinnsson: Gríðarleg vonbrigði" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |