Framtíð ráðherrans að veði

Ef Einar Kristinn hefði þorað að fara í 150 þús tonn og fengið frekari niðurskurðartillögur frá Hafró að ári hefði hann orðið að segja af sér þá. Með því að fara að tillögum Hafró nú og viðurkenna að stofnunin hafi verið svelt um fjármagn til rannsókn er hann að viðurkenna að hann og Árni hafi tekið rangar ákvarðanir á undanförnum 12 árum. Ábyrgðin er kannski enn meiri Árna, því hann sem fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og núverandi fjármálaráðherra ætti að hafa verið í lófa lagið að auka þessar fjárveitingar. Það gerði hann ekki.

Einhver fjölmiðillinn hefði nú talað um afsögn ef um hefði verið að ræða ráðherra úr öðrum flokki.


mbl.is Sjávarútvegsráðherra segir að tveir kostir hafi verið í boði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. júlí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband