Áhugavert hvaða svör Jón fær um Ratsjárstofnun

Með ríkisstjórn sem er með aukinn meirihluta á bakvið sig á þingi, verður fróðlegt að sjá hvaða svör hann fær. Svo virðist sem hann muni fá eitt svar frá hverjum ráðherra og formanni fastanefndar, sama í hvorum flokknum sem hann er. Það er glæsilegt að búa við ríkisstjórn sem hefur allar stefnur í hverju máli.
mbl.is Óskar eftir fundi um yfirtöku á Ratsjárstofnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samkynhneigðir

Nú ætla ég að skrifa hvað mér finnst um homma og lesbíur. Mér finnst þau barasta allt í lagi. Ég er stoltur af því að búa í samfélagi þar sem lagaumhverfið mismunar þeim ekki og samfélagið sjálft er smám saman að verða þannig að það er fólki ekki óyfirstíganlegt að koma út úr skápnum. Einhversstaðar heyrði ég að há sjálfsmorðstíðni ungra karlmanna væri að einhverjum hluta hægt að rekja til þeirra sálarkvala sem það olli þeim sem vissu ekki "hvað væri að þeim". Ef þá var farið að bjóða í grun að það væri samkynhneigð gátu þeir ekki hugsa sér að lifa því lífi og ekki heldur að lifa lífi inni í skápnum hafi menn valið þá leið að farga sér.

Það er hryllingur til þess að hugsa og vonandi tekst okkur að hreinsa síðustu agnúana af samfélaginu og viðhorfi okkar sem búum í því, þannig að lífið fyrir utan skápinn virðist öllum þeim sem eru samkynhneigðir þess virði að lifa því.


Bloggfærslur 10. ágúst 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband