Á að virkja á þremur stöðum í Þjórsárdal?

Eitthvað virðist umhverfisráðherra vera að misskilja hlutina þegar hún segir að Þjórsárdalur verði aldrei samur, verði af áformum Landsvirkjunnar um þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Ég vissi ekki betur en að það sé bara ein þeirra, Hvammsvirkjun, sem snerti Þjórsárdal. Reyndar er það sú sem helst mætti breyta til að minnka umhverfisáhrif, enda fer fallegt og gott land undir fyrir síðustu metrana sem ná á í fallhæð. Ef ég man rétt var ekkert fjallað um þann möguleika að lækka hana í umhverfismatinu fyrir virkjunina.

Ráðherra verður að passa sig á að láta ekki ýkjur og afvegaleiðingar mótmælenda villa sér sýn.


mbl.is Þjórsárdalurinn aldrei samur verði af virkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. ágúst 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband