Er ekki rétt að horfa á orsökina en ekki afleiðingarnar?
14.8.2007 | 20:43
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur frumorsök þessa klúðurs fram. Hún er sú sama og Vegagerðin hefur orðið að búa við frá upphafi og á ekki síður og kannski mun frekar við þá vegi sem ekki fljóta. Alþingismenn að skipta sér af hlutum sem þeir eiga ekki að vera að skipta sér af og Vegagerðin fær ekki að láta fagleg hlutlaus sjónarmið ráða ákvörðunum.
"Félag járniðnaðarmanna sendi alþingismönnum m.a. bréf, þar sem því var haldið fram að í útboðsgögnunum væru sett skilyrði sem gerðu íslenskum skipasmíðastöðvum erfitt fyrir að bjóða í og jafnvel ómögulegt að fá verkið. Af þessu tilefni fór fjármálaráðuneytið þess á leit að Ríkiskaup tækju til skoðunar hvort bregðast mætti við ábendingum félagsins. Ríkiskaup brugðust við ábendingum frá fjármálaráðuneytinu með því að slaka nokkuð á umræddum kröfum og breyttu útboðslýsingunni í samræmi við það. Í svari sínu frá 30. janúar 2006 við erindi fjármálaráðuneytisins tóku Ríkiskaup engu að síður fram að upphaflegar kröfur, skilmálar og matslíkan útboðsins hafi endurspeglað markmið kaupanda með útboðinu."
Sem sagt þrýstingur frá Alþingismönnum varð til þess að fyrirtæki sem ekki uppfyllti almenn skilyrði til að mega bjóða í verk hjá hinu opinbera fékk verkið að því að virðist handvirkt. Neikvæð eiginfjárstaða er t.a.m. afar góð vísbending.
Vonandi verður þessi skýrsla til þess að Alþingismenn hætti að skipta sér af hlutum sem þeir ættu ekki að vera blanda sér í en vandi sig þeim mun betur að því að setja okkur almenn og góð lög.
![]() |
Vegna greinargerðar Ríkisendurskoðunar um kaup og endurnýjun á Grímseyjarferju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |