Takk Hreiðar !

Ég er sérstaklega ánægður með Hreiðar Má að greiða sína skatta á Íslandi. Það er margt hægt að gera fyrir þá peninga. Aftur á móti finnst mér umhugsunarefni að Bakkavararbræður, Jón Ásgeir, Björgólfur Thor og fleiri af þeim sem hampað er sem mest sem dæmi íslenska kaupsýslumenn sem eru að meika það, skuli ekki greiða sína skatta hér.

Þeim er auðvitað frjálst að búa þar sem þeim sýnist og greiða skatta þar, en er kannski eitthvað í íslenska skattaumhverfinu sem væri hægt að bæta til að þeir "sjái sér fært" að búa á Íslandi og greiða sínar skyldur til samfélagsins? Það væri jú óskaplega gott að fá nokkur hundruð milljónir aukalega til sameiginlegra verkefna eða til lækkunar skatta á aðra.


Bloggfærslur 2. ágúst 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband