Frábært starf UMFÍ

Á Höfn í Hornafirði eru nú um sjö þúsund manns á Unglingalandsmóti, þar af eru þúsund krakkar að keppa. Ég veit ekki hvaða forvarnir geti verið betri en þetta, að stunda íþróttir og holla samveru í stað þess að vera kannski að sukka á einhverri útihátíðinni. Því seinna sem krakkar byrja að drekka því minni líkur eru á því að þau eigi í vandræðum með drykkju og vímuefni seinna meir. Það væri gaman ef einhver myndi slá á það hvað svona samkoma skilar samfélaginu miklu fjárhagslega, fyrir utan þann þroskaauka sem svona starf skilar þeim sem þátt taka.


Bloggfærslur 5. ágúst 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband