Úr G í S í D ?

Það vottar ekki mikið fyrir jafnaðarmanninum og fyrrverandi alþýðubandalagsmanninum í viðskiptaráðherranum Björgvini G Sigurðssyni þegar hann segir flatan skatt vera það sem koma skal í pallborðsumræðum á fundi Viðskiptaráðs í dag.

Leitaði í ályktunum Samfylkingarinnar og fann ekki eitt orð um flatan skatt þar. Minnir að ég hafi síðast fundið ályktun um flatan skatt hjá SUS.


mbl.is Menntamálaráðherra: Viðskiptaráð minnir stundum á ungliðahreyfingarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á Kirkjubæjarklaustri nota menn aðrar aðferðir...

Heyrði af því að löggan á Kirkjubæjarklaustri hefði verið spurð að því í gær hvort hún ætlaði að fara að sekta menn fyrir að míga úti, eins og Reykjavíkurlöggan sé farin að gera. "Nei", var svarið. "Við notum bara klippurnar..."

Vonandi fréttist þetta ekki til Reykjavíkur.

En meðan ég man. Lögga í Reykjavík á mikið hrós skilið fyrir átakið í miðbænum.


mbl.is Fjölsótt miðborgarþing um umgengni og framkomu í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband