Eitt er að vera á móti samkeppnisrekstri ríkisins...

... en annað að vilja afhenda einkaleyfisreksturinn einhverjum einkaaðila, eins og Heimdallur er að leggja til.

Ég get alveg tekið undir það með Heimdellingum að Íslandspóstur eigi ekki að vera í samkeppnisrekstri, en sá hluti sem telst til grunnþjónustu, þeas almenn póstþjónusta verður að vera á hendi ríkisins. Ef menn vilja hleypa einkaaðilum að henni verður það amk að gerast á grundvelli tímabundins þjónustusamnings í kjölfar almenns útboðs, en ekki sölu á fyrirtækinu með þeim einkaréttindum sem því fylgir.


mbl.is Segja Íslandspóst kominn langt út fyrir hlutverk sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband