Er Árni Mathiesen að uppfylla drauma Ögmundar?

Nú hefur Landic Property verið neitað að gera upp í Evrum. Ég þekki ekki forsendur til að dæma um hvort þeir uppfylli þau skilyrði sem gerð eru, en ef þetta byggir að einhverju leiti á túlkun er þetta þá forsmekkurinn að því sem koma skal varðandi Kaupþing, sem hefur kært ákvörðun Seðlabankans um að leggjast gegn því að bankinn geri upp í Evrum, er Árni Mathiesen ekki að gera annað en að reka þessi fyrirtæki úr landi.

Býst við að Ögmundur fagni, en það verða ekki mikið fleiri. Nema þá kannski einhverjir sem gætu óskað sér þess að fjármálalífið minnki aftur svo "réttir" menn verði aftur "aðal"?

Allavegana myndi ég sakna skatttekna fyrirtækjanna, fjárfestanna og ekki síst þeirra vellaunuðu starfsmanna sem starfa í þessum fyrirtækjum.


Bloggfærslur 14. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband