Kaldhæðni hafnfirskra örlaga
2.1.2008 | 18:08
Það er skondið til þess að hugsa að um það bil sem að farið verður að virkja á bestu staðsetningu fyrir osmósuvirkjun á landinu, lokar stór orkunotandi á sama stað, en fram hjá álverinu í Straumsvík rennur einn stærsti grunnvatnsstraumur landsins til sjávar. Hreint vatn sem hægt er að setja nær óhreinsað í osmósuvirkjun, meðan að fara þarf í mikla og dýra hreinsun ef jökulvatn Þjórsár eða Ölfusár yrði virkjað með þessari tækni.
![]() |
Ný virkjunarleið á teikniborðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Orðuveitingar
2.1.2008 | 09:18
Ég vil óska vinkonu minni og sveitunga Sigríði Pétursdóttur á Ólafsvöllum hjartanlega til hamingju með að hafa hlotið fálkaorðuna. Sigríður á að öðrum ólöstuðum lang stærstan hlut í því að hinn íslenski fjárhundur dó ekki út, ræktaði fjölda hunda sem dreifðust um allt land. Er stofninn nú í góðu ástandi í dag. Er hún því vel að viðurkenningunni komin.
Annars hefði ég endilega viljað að forsetaembættið gæfi út stutta kynningu á því starfi sem hver og einn hefur innt af hendi, bara við hin getum dáðst að þeim og samglaðst, því annars er alltaf hætt við að öfundarraddir fá of mikinn hljómgrunn.