Er kominn tími á nýja nálgun á sveitarstjórnarmálin?
22.1.2008 | 19:55
Farsinn í borgar"stjórnmálunum" í Reykjavík undanfarna mánuði fá mann til að hugsa þá hugsun hvort það sé rétt að vera með listakosningar til sveitarstjórna. Hvort ekki sé betra að taka upp óhlutbundna einstaklingskosningu.
Þessi meiri- og minnihlutaskipting er enda meira og minna hreint píp.
Úrlausnarefnin eru meira og minna þess eðlis að flokkspólitískur grundvallarágreiningur er ekki til staðar og starfið líkist á stundum meira fundum í málfundafélagi en samkomu ábyrgra einstaklinga sem reyna að finna bestu lausn á hverju úrlausnarefni. Ef einhver kemur með góða hugmynd er hún felld, komi hún ekki frá réttu fólki.
Vill þó að taka fram því fólki til hróss sem var með mér í fyrsta umhverfisráði kjörtímabilsins, undir stjórn Gísla Marteins, að það hagaði sér ekki þannig. Minnihlutinn samþykkti starfsáætlunina og fjöldi tillagna minnihlutans hlutu brautargengi. Var eftir því tekið og horfðu aðrir til okkar með forundran, sem lýsir ástandinu í öðrum hlutum stjórnkerfisins ágætlega.
Ég tek sem dæmi muninn á sveitarstjórnarmálum í minni heimasveit, Skeiðunum, en þegar teknar voru upp listakosningar þar breyttist sveitastjórnarstarfið í átakastjórnmál í stað samræðu og samvinnustjórnmála.
Ég myndi endilega vilja reyna að finna leið til að taka upp persónukosningar í stað listakosninga til að hver sveitarstjórnarfulltrúi taki meiri ábyrgð á eigin afstöðu og hagi sér í takt við eigin sannfæringu í stað einhverra ímyndaðra átakalína sem yfirleitt eru ekki til staðar ef að er gáð. Ef stærri mál sem ekki næst samkomulag um koma upp, væri hægt í ríkari mæli að leggja þau í dóm kjósenda.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.1.2008 kl. 00:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú getur tvennt gerst...
22.1.2008 | 09:50
...annaðhvort verður þessi meirihluti í borginni skammlífur og 4-5 af Sjálfstæðismönnunum ganga til samstarfs við Samfylkinguna innan skamms eða að Samfylkingin fari með Framsókn og VG í ríkisstjórn.
Ég hef amk ekki mikla trú á að þetta verði lengi svona.
ps:
Nema að þetta sé millileikur íhaldsins, að sprengja nýja meirihlutann til að geta nú kippt VG upp í með sér.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)