ESB galdrar sig í átt að loftslagsmarkmiðum sínum

Í ljósi þess að ríkisstjórnin ætlar að fylgja ESB í Kyoto-ferlinu, er rétt að benda á, að á undraverðan hátt hefur hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa í ESB hækkað frá 6,38% í 8,5%, án þess að ein einasta vindmylla eða vatnsaflsvirkjun hafi verið byggð. Þannig hafa verið stigin stór skref í átt að markmiði ESB um 20% endurnýjanlega orku fyrir árið 2020, að því að fram kemur á vef danska verkfræðingafélagsins.

Þetta gerist með því að ESB breytti um uppgjörsaðferð, með því að hætta að mæla framleidda orku, en mæla þess í stað selda orku. Markmiðin eru aftur á móti ekki uppfærð, þannig að ESB er þegar farið að veita sjálfu sér afslátt.

Svona til að setja hlutina í samhengi, er þetta sama hlutfall á Íslandi 72% í dag og fer hækkandi með tilkomu Káranhjúkavirkjunar.

Mér finnst sanngjarnt að þetta komi fram, svona þegar á okkur dynur alla daga hversu miklir umhverfissóðar við Íslendingar séum.


Bloggfærslur 29. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband