Er Þórunn Sveinbjarnardóttir að koma sér undan erfiðum ákvörðunum?

Mig rak í rogastans þegar ég heyrði í fréttum RÚV að Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, sé efins um virkjanir í neðri hluta Þjórsár.

Er hún ekki þar með orðin vanhæf til að taka stjórnvaldsákvarðanir varðandi þessi virkjanaáform?

Það væri ekki mikill pólitískur kjarkur sem það sýndi, ef rétt er, enda hélt ég að hún ætlaði sér að vera vaktmaður náttúrunnar í sínu embætti. En hún virðist vera að dæma sjálfa sig úr leik áður en að stórum ákvörðunum kæmi um framkvæmdirnar svo líklegast er hún að koma sér undan því að verða undir í ríkisstjórn og losna um leið við þann stimpil sem slíkum ákvörðunum fylgdi.


Herferð farin af stað gegn forseta vorum.

Maður hlýtur að spyrja sig af hverju Morgunblaðið og hliðarblöð þess séu nú að velta sér upp úr málefnum forsetaembættisins og leggja málin upp með þessum hætti. Ég get ekki séð annað en að þetta sé hrein herferð í kjölfar tilkynningar Ólafs Ragnars Grímssonar um að hann sæktist eftir endurkjöri. Ef umræðan væri af eðlilegum hvötum runnin hefði hún átt að koma upp í tengslum við fjárlagagerðina, en ekki núna þegar búið er að samþykkja þau.

Það er afar eðlilegt að forsetinn kosti meira núna en áður. Ólafur hefur verið afar duglegur að kynna land og þjóð á alþjóðavettvangi. Mér er til efs að rekstraraðilar netþjónabúa væru á leiðinni hingað ef aðkomu hans hefði ekki notið við. Það eitt borgar þessar 31 milljón sem rekstrarkostnaðurinn hefur aukist, þ.e. ef 1995 hefur verið dæmigert ár fyrir reksturinn meðan frú Vigdís Finnbogadóttir gegndi embættinu.

Kannski hefur þessi dugnaður hans komið niður á heimabrúki embættisins, en ég hef ekki orðið var við annað en að hann sé bara talsvert áberandi í samfélagsmyndinni innanlands og sá stöðugleiki sem hefur verið við stjórn landsins þann tíma sem hann hefur gegn embættinu hefur heldur ekki bundið hann mikið heima.

Forsetaembættið er þjóðinni mikilvægt sem sameiningartákn og málsvari hennar út á við og ef þjóðin hefur einhverja sjálfsvirðingu, verður hún að standa myndarlega að embættinu. Gildir einu hvaða einstaklingur gegnir því. Er þessi herferð Morgunblaðsins og margra Sjálfstæðismanna gegn persónunni Ólafi Ragnari Grímssyni bein árás á það embætti sem hann gegnir og þeim sjálfum til skammar.


mbl.is Æ dýrara í rekstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband