Orð dagsins...
4.1.2008 | 19:55
...á Óskar Hrafn Þorvaldsson, ritstjóri Vísis:
"Ég harma rangfærslur í fréttinni, sem voru hafðar eftir heimildarmönnum í góðri trú, og bið lesendur sem og það fólk sem var til umfjöllunar í fréttinni velvirðingar á þeim."
Þetta mætti sjást oftar, en þó mætti frekar vera færri tilefni til yfirlýsinga, sem margir gætu orðað nákvæmlega eins og Jón Ásgeir Jóhannesson:
"Uppistaðan í fréttinni er röng og önnur atriði ónákvæm og hún var mér skaðleg. Ekki var haft samband við mig til að staðreyna atriðin í fréttinni, né heldur neinn af starfsfólki mínu og enginn nafngreindur heimildamaður er nefndur. Ég átel fréttaflutning af þessum toga."
Vonandi hefur eignarhaldið á fjölmiðlinum ekkert með þessi virðingarverðu vinnubrögð ritstjórans að gera...
Orð dagsins | Breytt 12.2.2008 kl. 08:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjasta æðið hjá þeim nýríku
4.1.2008 | 11:00
Veit ekki hvort þetta er satt, en mér finnst þetta of hlægilegt til að sitja á því.
Þeir nýríku eru stöðugt í blöðunum vegna spjátrungskeppna sinna um flottustu bílana, húsin, snekkjurnar, þoturnar og þyrlurnar. Enginn nýríkur er maður með mönnum öðruvísi en að hafa einkaþjálfara á launum. Það er svosem gott og blessað, enda þurfa menn að vera í formi til að geta notið lystisemdanna.
En í framhaldi af því hefur nýjasta keppnisgreinin bæst við, en það er keppnin um það hver er með hraustasta einkaþjálfarann í sinni þjónustu. Segir sagan að þeir láti einkaþjálfarana sína keppa í hinum ýmsustu greinum til að komast að sannleikanum í því máli og dragi þjálfararnir ekkert af sér í því sambandi!
Hvað ætli verði næst...?