Við hverja er verið að semja?

Mér finnst svolítið skrítin sú nálgun sem verkalýðshreyfingin er að taka á kjarasamningaviðræðurnar.

Ef hún fær ekki ríkisstjórnina til að breyta sinni pólitík ætlar hún ekki að tala við SA! Ég hélt í einfeldni minni að SA væri sá aðili sem verkalýðshreyfingin væri að semja við!

Kjósendur, þmt launþegar, semja við stjórnmálaflokkana á fjögurra ára fresti, í kosningum. Allir flokkar lögðu fram skattatillögur í kosningunum, misgreinargóðar þó og mis-misvísandi og á grundvelli þeirra var stjórnarsáttmáli þeirra flokka sem eru í ríkisstjórn byggður. Vettvangur stjórnmálamannana er svo Alþingi, sem ákvarðar skattana og er nýbúið að ákvarða rammann um skattheimtuna fyrir næsta ár, í fjárlögum. Út frá honum eiga geta aðilar vinnumarkaðarins að geta gengið.

Annað ferli er óheppilegt og skapar bara glundroða. Það er hlutverk Alþingis að hafa þennan ramma eins góðan og skýran og hægt er til að samningaviðræðurnar geti orðið eins einfaldar og unnt er, en allur glundroði frá hendi ríkisstjórnarinnar, skilar sér beint inn í kjaraviðræður sem enn meiri glundroði þar sem óþekktu stærðunum sem fjallað er um fjölgar bara við svona nálgun.

Við skulum ekki gleyma því að öll óvissa og glundroði skilar sér sem hærri álagning, verðlag og þar með verðbólga, sem kemur öllu launafólki illa, sérstaklega þeim sem minnst hafa og skulda mest.

En það sem upp úr stendur er, að kjarasamningar eru á milli vinnuveitenda og launþega. Ekki annarra. Þessi hliðarleikur verkalýðshreyfingarinnar er ekkert annað en birtingarmynd þeirrar litlu trúar sem hún hefur á ríkisstjórninni og stefnufestu hennar.


Bloggfærslur 6. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband