Er nammið búið úr pokanum?

Hin ofþöndu fjárlög kratanna og íhaldsins, sem bólgnuðu út um 18% frá síðasta ári, eru að koma ríkisstjórninni í koll núna. Nammið er búið úr pokanum, búið að lofa öllu fögru til hægri og vinstri, í samgöngubætur, velferðarbætur og hin og þessi loforð, sem hver um sig eru góðra gjalda verð, en samanlagt gefa þau minna en ekkert rými í hagkerfinu til að liðka fyrir kjaraviðræðum, sem eru þó líklegast mikilvægasti einstaki áhrifavaldurinn á stöðugleikann.

Stöðugleikinn er svo forsenda áframhaldandi velmegunar, þannig að með austri sínum er nammið ekki bara búið heldur er hagkerfið komið með í magann af væntingum og mun þurfa fyrirlegu meðan að það nær sér á ný.

Það var þá björgulegt. Vonandi bráir þó fljótlega af því, með hjálp Seðlabankans, aðila vinnumarkaðarins og fleiri góðra aðila, en það er amk ekki með hjálp ríkisstjórnarinnar, svo mikið er víst. Hún hefði betur hlustað á málflutning Framsóknar í haust.


mbl.is Flóabandalagið vísar kjaradeilu til sáttasemjara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mun Stefán taka sömu forsendur með sér í nýja djobbið

... og hann notaði þegar hann fór í talnaleikfimi fyrir síðustu kostningar til að sýna undrandi almenningi að hann hefði það víst mun verr nú en áður en 60% kaupmáttaraukningin reið yfir í tíð síðustu ríkisstjórnar?

Það verður áhugavert að fylgjast með því.

Farnist honum vel í því verkefni sem og öðrum, því af nógu er alltaf að taka í þessum málaflokki, sem oft á tíðum er afar vanþakklátt.


mbl.is Stefán Ólafsson prófessor formaður TR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband