Vinir í raun...
13.10.2008 | 23:11
Magnús Stefánsson alþingismaður á orðið:
"Allir þekkja það hvernig íslenskir sjómenn lögðu sig í hættu við að sigla með fiskmeti til Bretlands á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Þá áttu Bretar erfitt og þar var fæðuskortur. Við komum þeim til hjálpar, margir íslenskir sjómenn lögðu sig í mikla hættu við þessar siglingar og því miður fórust margir þeirra við það. Íslensk þjóð færði miklar fórnir við að hjálpa Bretum við þær aðstæður. Þessu virðist forsætisráðherra Breta hafa gleymt í baráttu sinni fyrir vinsældum heima fyrir. Bretar eru ekki á þeim buxunum að koma okkur sem vinaþjóð sinni til aðstoðar á erfiðum tímum.
Á sjötta áratug síðustu aldar riðu miklar hamfarir yfir Hollendinga og önnur lönd í nágrenni þeirra. Þá skall á mikið óveður með sjávarflóðum og flóðvarnagarðarnir gáfu sig í Hollandi. Í kjölfarið urðu miklir erfiðleikar hjá Hollendingum. Þá komu íslendingar til hjálpar, við sendum þeim ullarteppi í miklu magni og gáfum þeim mikið af fiski til að forða hungursneyð. Nefna má að í annálum Rauða krossins er þessu haldið til haga og bent á það hve mikið íslendingar lögðu af mörkum til aðstoðar Hollendingum við þessar miklu hamfarir. Hollensk stjórnvöld virðast hafa gleymt þessu, en ganga hart fram gagnvart okkur nú þegar við eigum í erfiðum málum. Þetta köllum við vinaþjóðir okkar ! Framferði Hollendinga, en þó sérstaklega Breta eru yfirgangur og hegðun sem við getum ekki og eigum alls ekki að sætta okkur við. Þeir verða að skilja það að Ísland er ekki nýlenda þeirra sem þeir geta arðrænt að geðþótta."
Þetta ætti að þýða og birta í blöðum í viðeigandi löndum.
![]() |
Ólafur Ragnar: Ótrúleg ósanngirni breskra stjórnvalda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Atvinnulífið verður að fá svör
13.10.2008 | 20:57
Seðlabankinn og ríkisstjórnin virðast ekkert vera að gera í að reyna að koma einhverrri jákvæðni í íslenskt atvinnulíf.
Allar yfirlýsingar þeirra hafa beinst að einstaklingum og svo að gjaldeyrisviðskiptum - hvoru tveggja afar mikilvægt.
En stjórnendum fyrirtækja, sem þurfa að standa skil á launum og reikningum, taka ákvarðanir um framhald verkefna og um ný verkefni, er ekki gefin nein merki um að gera eigi þeim kleyft að halda starfsemi sinni áfram.
Án fyrirtækja er engin atvinna, án atvinnu eru engin laun, án launa eru engar skatttekjur, án skatttekna er getur ríkið ekkert gert til að hjálpa þeim sem engin hafa laun.
Lækkið stýrivexti strax!
Losið um peningamarkaðsbréf strax. Ef ekki er hægt að ákvarða gengi þeirra, er hægt að losa um ákveðið hlutfall þeirra með fyrirvara um endanlegt gengi. Fyrirtækin verða að hafa pening.
Gefið atvinnulífinu einhver svör!!!
Erlendar ríkisstjórnir hafa greinilega áttað sig á þessu, enda hækka vísitölur í dag, eftir trúverðugar og ákveðnar ákvarðanir. Ekki hin íslenska.
![]() |
Mesta dagshækkun Dow Jones |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Annarleg sjónarmið gagnvart hverjum?
13.10.2008 | 08:32
Þetta tækifæri Rússa til að koma Íslendingum til aðstoðar er þvílíkur hvalreki fyrir Rússa að þeir þurfa ekki að vera með nein annarleg sjónarmið gagnvart Íslandi.
Sjónarmiðin felast að öllu leiti í þeim skilaboðum sem í hjálpinni felast.
Ég er nokkuð sannfærður um að þeir munu einmitt ekki reyna að vera með neina stæla við okkur Íslendinga.
Í því fælist enn meiri niðurlæging fyrir okkar hefðbundnu bandalagsþjóðir. Að Rússar kunni að haga sér eins og menn, meðan sumar þeirra haga sér með óafsakanlegum hætti gagnvart vinaþjóð sinni.
Rússalánið eitt og sér er aftur á móti ekki nóg. Hjálp frá IMF er einnig nauðsynleg.
![]() |
Engin annarleg sjónarmið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Frábært kosningabragð Tyrkja
13.10.2008 | 08:24
Það skyldi þó aldrei verða að við Íslendingar yrðum kosnir inn í öryggisráð SÞ.
Ég var eiginlega alveg viss um að okkar möguleikar væru að engu orðnir eftir lát Jörg Heider, sem ég taldi fullvíst að héldi þjóðum heims frá því að kjósa Austurríkismenn.
En þá kemur þetta...
Tyrkir bomba nágranna sína, rétt fyrir kosningar til öryggisráðsins. Þvílíkt axarskaft hjá þeim.
Það er eins og þá langi einfaldlega ekki inn í öryggisráðið.
![]() |
Tyrkir varpa sprengjum á uppreisnarmenn í N-Írak |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |