Myntsamstarf við Noreg óraunhæft
17.10.2008 | 14:18
Það er skynsamlegt af vinum okkar Norðmönnum að skilyrða hjálp við aðkomu IMF. Með aðkomu IMF, sem geta sett skilyrði, sem örugglega verða skynsamleg og sanngjörn, er gefinn trúverðugleikastimpill, sem gerir öðrum þjóðum kleyft að réttlæta það gagnvart eigin þegnum að lána Íslendingum fé.
Í raun yrði það fé sem IMF kæmi sjálft með inn ekki það verðmætasta, heldur það að þá er næsta víst að aðrir seðlabankar, eins og seðlabanki Evrópu og USA kæmu einnig inn með myndarlegum hætti, enda hagsmunir þeirra að hrun í efnahagslífi Íslands dragi sem minnst niður af þeirra eigin fyrirtækjum.
Menn skulu átta sig á því hvað samningur um norsku krónuna myndi þýða.
Þá værum við í raun að taka upp gamla sáttmála á ný.
Við slíkan samning yrði Ísland efnahagslegur hluti Noregs, sem hefði það í för með sér að fjárlög yrðu að hljóta samþykki norska þjóðþingsins. Annað væri ekki sanngjarnt gagnvart norskum skattborgurum, en gagnvart okkur væri það mun meira valdaframsal en nokkurntíma innganga í ESB.
![]() |
Norðmenn afar vinsamlegir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lúxemborgarar með jarðsamband
17.10.2008 | 10:08
Forsætisráðherra Lúxemborgar áttar sig greinilega á því að það er dagur eftir þennan dag og því að þegar menn ákveði í framtíðinni hvar þeir ætli að stunda sinn rekstur, sérstaklega í fjármálageiranum, verði horft til þess hvernig stjórnvöld komi fram við fyrirtæki sem starfa í landinu.
Það er annað en gordon brown hefur hugsun á.
Ég myndi amk vera hugsi yfir því að leggja í fyrirtækjarekstur á bretlandi eftir þær trakteringar sem við erum að fá þar. Óháð því hvaðan ég kæmi, væri ég ekki breti.
![]() |
Lúxemborg hjálpi Kaupþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |