Utanþingsstjórn?

Í gegnum hrunið hefur ríkisstjórninni því miður ekki auðnast að koma fram með sannfærandi og samheldnum hætti.

Það er alvarlegt mál og hefur örugglega stórskaðað þjóðarbúið að sumir ráðherrar ríkisstjórnarinnar og þingmenn stjórnarflokkanna skuli að því að manni virðist eytt meginhluta orku sinnar í að gagnrýna eigin ráðherra og embættismenn þjóðarinnar í tilraun til að bjarga eigin skinni og hlaupast undan ábyrgð.

Það er hlutverk stjórnarandstöðu að gagnrýna og reyna að koma með aðra sýn á málin, ríkjandi stjórnvöldum til skerpingar og leiðbeiningar.

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar mega ekki gleyma sér í pólitískri refskák meðan milljarðahundruðin brenna.

Geir H Haarde og Björgvin G Sigurðsson, sem hafa staðið í eldlínunni, eru undantekning á því. Sérstaklega kemur Björgvin þægilega á óvart, meðan Össur, Ingibjörg Sólrún, Jóhanna Sigurðar og Þorgerður Katrín gagnrýna samráðherra sína opinberlega.

Sú umræða á að fara fram á ríkisstjórnarfundum, í trúnaði, en svo verður ríkisstjórnin að koma fram sem einn maður út á við, að tekinni ákvörðun.

Ef þetta heldur áfram með þessum hætti, styttist í að betra væri að skipta um ríkisstjórn.

Það er mitt mat að eina skynsamlega leiðin út úr þeirri stöðu væri að kalla til menn utan þings.

Hverjir það ættu að vera hef ég ekki myndað mér skoðun á, en Ásmundur Stefánsson kemur sterklega til greina.


mbl.is Þeir felldu bankana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband