Baulaðu nú Ögmundur minn

Þetta eru mikil gleðitíðindi og mikil eru þau ofurskilyrði sem IMF er að setja á okkur - eða hitt þó heldur.

Ekkert sem ekki hefði þurft að gera hvort eð var, miðað við þessa frétt.

Ég held að Ögmundur Jónasson og félagar hans í VG og aðrir heimastjórnarmenn, virðast einnig hafast við í Sjálfstæðisflokknum, og vildu frekar dæma sjálfa sig í einangrun, fara inn í moldarkofana og skjótast helst út til að týna fjallagrös, þurfi nú að útskýra á hverju þeir hafi byggt sinn málflutning og hví þeir hafi staðið á móti hjálp í þá mánuði sem hún hefur staðið til boða.

Hvað ætli sú gísling sem íhaldshluti Sjálfstæðisflokksins hefur haft eigin flokk og svo í framhaldi af því Samfylkinguna hafi kostað þjóðarbúið?


mbl.is Óska eftir 6 milljörðum dala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Time is money

Hver dagur, hver klukkutími sem líður án þess að niðurstaða komi í fjármögnun íslenska samfélagsins, eykur þvílíkt á vanda okkar og sá vandi er sífellt að aukast.

Allir sem geta frestað útgjöldum og framkvæmdum gera það og þeir sem sinna þjónustu og framkvæmdum missa þau verkefni sem aftur verður til þess að sífellt stækkar sá hópur sem sagt verður upp um næstu mánaðarmót.

Nú er íslenska samfélagið í greiðslustöðvun og hver klukkutími í því ástandi þýðir lenging þess tíma sem það mun taka að endurvinna glatað traust.

  •      SEND
  • +  MORE
  • =MONEY

IMF þarf auðvitað að vinna sína heimavinnu, en eins og íslensk stjórnvöld birtast þeim, í það minnsta í fjölmiðlum, er líklegt að þeir vilji vanda sig enn meira. Það tefur jú málið.

Samstöðuleysi ríkisstjórnarinnar er okkur því rándýrt.

Pólitískur keilusláttur á ekki við á ögurstundu og allt tal um stjórnarslit á ekki við núna.

Allt óróatal Samfylkingar, eins og það birtist okkur um helgina er íslensku samfélagi stórskaðlegt og það sama á við um Sjálfstæðisflokkinn.

Ríkisstjórnin á að koma sér saman um stefnu og aðgerðir á lokuðum fundi og koma fram saman með eina stefnu, enda bera ráðherra sameiginlega ábyrgð á því sem ákveðið er á ríkisstjórnarfundum, sbr. 5. grein laga um ráðherraábyrgð:

"5. gr. Sé um að ræða embættisathöfn í ríkisráði eða á ráðherrafundi, sbr. 16. og 17. gr. stjórnarskrárinnar, bera allir viðstaddir ráðherrar, sem með ráðum, fortölum, atkvæði eða á annan hátt hafa stuðlað að þeirri athöfn, ábyrgð á henni."


mbl.is Vanskil af samúræjabréfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband