Er röng verðbólgumæling meginorsök hrunsins á Íslandi?
26.10.2008 | 15:10
Vegna þess að á Íslandi er húsnæðisverð mælt sem hluti af vísitölu neysluverðs lenti Seðlabankinn í tómri vitleysu með peningamálastefnuna.
Húsnæðisverð er ekki neysla, þótt hækkun á húsnæðisverði geti verið góð vísbending um væntanlegan verðbólguþrýsting, þar sem innlausn hagnaðar af íbúðaviðskiptum fer að einhverju leiti til neyslu.
En verðbólguhraðinn hefur verið yfir skilgreindum verðbólgumarkmiðum megnið af þeim tíma sem gengið hefur verið fljótandi, eins og sést á þessari mynd, en áhrif húsnæðsins eru gul á myndinni.
Ef húsnæðisliður vísitölunnar hefði ekki verið hluti af verðbólgumarkmiðum Seðlabankans, hefði verðbólgan ekki mælst yfir verðbólgumarkmiðum nema rétt síðustu mánuði, og þá aðallega vegna hækkana á aðföngum, olíu bílum oþh.
Það er svo ekki fyrr en núna rétt undir restina þegar gengið fer að gefa eftir, að almennur innflutningur fer að telja eitthvað að ráði inn í verðbólguna um leið og innlendur kostnaður eykst einnig, þá aðallega vegna þess að fyrirtækin verða að fjármagna sig meira innanlands á hávöxtum. Þannig verður hávextirnir til þess að verðbólgan eykst enn.
Ef húsnæðisliðurinn hefði ekki verið inni í verðbólgumælingunni hefðu stýrivextir ekki þurft að fara svona hátt, sem hefði minnkað ávinning af vaxamunaviðskiptum, sem aftur hefði minnkað umfang jöklabréfaviðskipta sem aftur hefði tryggt eðlilegra gengi krónunnar, sem hrundi um leið og fjárfestar þorðu ekki lengur að stunda jöklabréfaviðskipti, eins og sést á myndinni hér að neðan, þar sem verðbólgumarkmið Seðlabankans, 2,5% eru teiknuð inn.
Þessi grundvallarmistök bentu framsóknarmenn á í síðustu flokksþingsályktun, en því miður var Seðlabankanum og forsætisráðherra ekki kvikað.
Úr þessu verður að bæta við endurskoðun peningamálastefnunnar.
![]() |
Farið inn í brennandi hús |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)