Ábyrgð...
27.10.2008 | 21:26
Mér finnst undarlegt að Björgólfur Thor skuli kenna Seðlabankanum og íslenskum stjórnvöldum um fall Icesave.
Ég hélt að það væru stjórnendur og eigendur fyrirtækja sem bæru fyrst og fremst ábyrgð á þeim og það ætti einnig við um banka.
Í því fólst jú einkavæðingin.
Í Kompásviðtalinu komst hann alveg hjá því að svara því af hverju hann hefði ekki lagt fram það fé sjálfur sem bresk yfirvöld kröfðust. Eins komst hann hjá því að svara því, fyrst þessi veð voru svona góð, af hverju bresk yfirvöld hafi ekki tekið þau góð og gild.
Hvað stjórnvöld gera svo þegar fyrirtækin eru komin í þrot og hversu gáfulega þau hafi hagað sér með þau er svo annað mál.
En ábyrgðin liggur fyrst og fremst hjá eigendum og stjórnendum fyrirtækjanna sjálfra.
![]() |
Misráðin ákvörðun sem endaði með skelfingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Er ríkisstjórnin sprungin?
27.10.2008 | 15:14
Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn. Í því felst að framkvæmdavaldinu ber að framfylgja þeirri stefnu sem löggjafarvaldið, Alþingi, setur henni.
Sú stefna er sett fram í stjórnarsáttmála, sem stjórnmálaflokkar, tveir eða fleiri, gera með sér og þingflokkar og viðkomandi trúnaðarstofnanir innan stjórnmálaflokkana samþykkja.
Sá samningur er bindandi, því ráðherrar sitja í trausti þess að ekki sé samþykkt á þá vantraust og er stuðningur samstarfsflokka gegn vantraustsyfirlýsingu grundvallaður á þeim samningi.
Nú lýsir einn ráðherra í ríkisstjórn Íslands, þar sem hann kemur fram sem ráðherra, að Ísland eigi að sækja um aðild að ESB. Ekki að ég sé ósammála honum, en ráðherra getur talað þannig heima hjá sér og einnig sem þingmaður á Alþingi, með vísan í stjórnarskrá, en þegar ráðherra kemur fram sem ráðherra er hann bundinn af þeim stjórnarsáttmála sem sú ríkisstjórn sem hann situr í er mynduð um.
Það að Björgvin G Sigurðsson tali með þessum hætti er því vantraustsyfirlýsing við þá ríkisstjórn sem hann situr sjálfur í og ber honum þar með að segja af sér ráðherradómi.
Nema ríkisstjórnin sé í raun sprungin, en beðið sé með andlátstilkynninguna, sem ég held reyndar að hafi verið lýðnum ljóst um nokkurn tíma að sé tilfellið, því Samfylkingin notar hvert tækifæri til að hlaupast undan ábyrgð, tala gegn ráðherrum Sjálfstæðisflokksins og öllum þeim stjórnarathöfnum sem hugsanlega geta skapað óvinsældir.
Sá stjórnmálalegi óstöðugleiki sem þessi framkoma Samfylkingarinnar gagnvart samstarfsflokknum og þjóðinni allri skapar er það síðasta sem við þurfum nú.
Girðið ykkur í brók, snúið bökum saman og vinnið ykkur út úr verkefnunum.
Uppgjörið kemur svo seinna.
![]() |
Ísland endurskoði ESB-afstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Verðbólgan í raun meiri
27.10.2008 | 09:46
Eins og ég rakti í færslu í gær, á húsnæðisliðurinn ekki heima í neysluverðsvísitölu, enda eru húsnæðiskaup ekki neysla.
Þegar verð á húsnæðismarkaði lækkar, mælist raunverðbólgan lægri en hún í raun er, og því eru áhrif gengishrunsins meiri en þessi mæling segir til um.
Það er gott að það komi hratt fram.
Reyndar væri fróðlegt að sjá hversu mikið hlutfallsleg samsetning vísitölunnar ætti að breytast nú, þegar neysla landsmanna hefur breyst jafn hratt og raun ber vitni á síðustu dögum.
---
Ég ætlaði, þegar mbl myndi fjalla um innkaupaferðir útlendinga hér til lands, að básúnast yfir því að flugfélögin væru að flytja inn útlendinga til að kaupa vörur á gömlu gengi, þannig að höggið verði okkur þyngra en ella. En við nánari umhugsun er þetta bara fínt mál. Það er í rauninni mjög gott að fá útlendinga til að kaupa vörur sem við munum hvort eð er ekki hafa efni á í náinni framtíð, en það eru mest dýrar merkjavörur sem þeir kaupa.
![]() |
Verðbólgan nú 15,9% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |