Davíð svarar Þorgerði Katrínu
4.10.2008 | 22:42
Það er afar merkilegt að fylgjast með því hvernig fjölmiðlar segja frá viðbrögðum Davíðs Oddssonar við þjóðstjórnarumræðunni sem lak út af ríkisstjórnarfundi, sem er trúnaðarsamkoma og gagnárás hans á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur.
Við skulum muna að Þorgerður Katrín, menntamálaráðherra, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og yfirmaður RÚV, réðst mjög harkalega á Davíð Oddsson, í viðtali á Stöð 2 þann 2. okt og sagði hann verið kominn langt út fyrir sitt verksvið með svona ummælum.
Hún staðfestir í því viðtali að hann hafi lagt þetta til á ríkisstjórnarfundi og lýsti frati á þessa meintu skoðun hans, í stað þess að gera það sem rétt hefði verið, að vísa til þess að ríkisstjórnarfundir væru trúnaðarfundir.
Stöð 2 spilar allt sem Davíð hafði um þetta mál að segja í dag. Þar kemur skýrt fram að fyrst búið væri að brjóta trúnað, hefði Davíð lýst því á fundinum að hann væri á móti þjóðstjórn en hafi einnig lýst því þar að þeir sem væru hlynntir þjóðstjórnum, væru aðstæður til þess núna "þeir sem telja að ég hafi þarna verið að leggja til þjóðstjórn, þeir hafi verið verulega utanvið sig á fundinum."
- þetta er ekkert annað en hnitmiðað fast davíðskt skot á Þorgerði Katrínu, sem sagði á föstudaginn hann vera kominn langt út fyrir sitt verksvið með þessum ummælum sinum.
En RÚV segir aðra sögu með sama viðtali, þar sem sagt er að hann sé á móti þjóðstjórn, en bara er spilað "og ef að menn sem hlynntir væru þjóðstjórnum, þurfa aðstæður í landinu, til að bjóða upp á slíkt þá væru þær aðstæður núna".
- sem sagt er látið liggja að því með uppsetningu fréttarinnar að hann hefði verið að leggja þetta til.
Ætli staða Þorgerðar Katrínar gagnvart RÚV hafi eitthvað með þessa framsetningu að gera?
mbl.is fer ekki einu sinni rétt með, þegar skrifað er að Davið hafi sagt að "Við sérstakar aðstæður gæti þó reynst nauðsynlegt að mynda slíka stjórn"
![]() |
Davíð: Trúnaðarbrestur kom á óvart |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Hin raunverulega þjóðstjórn
4.10.2008 | 15:25
Það er greinilegt að ASÍ og SA ásamt lífeyrissjóðunum, sem eru undir stjórn þeirra, eru hinir raunverulegu gerendur í íslenskum stjórnmálum í dag.
Þegar fulltrúar þeirra koma svo á fund ríkisstjórnar Íslands er vonandi að ráðherrar hennar átti sig betur en í vor á því að hún þarf að gera meira en að lepja te og hlusta. Það þarf að taka mark á þeim og ræða við þá, leggja fram hugmyndir og komast að sameiginlegri niðurstöðu.
SA, ASÍ og ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks eiga nú að mynda þjóðstjórn í efnahagsmálum.
Aðrir aðilar, eins og stjórnarandstaðan, sérfræðingar stjórnarráðsins, Seðlabankans, bankanna, HÍ og fleiri aðila eiga svo að koma að með sínar greiningar, tillögur og álit, en ákvarðanirnar á að taka við borð þessarar þjóðstjórnar.
Staðan eins og hún er nú hlýtur að fá ráðherrana til að stíga niður úr fílabeinsturninum og taka þátt í íslensku þjóðlífi, því annars er eins víst að SA og ASÍ fari í eigin ráðstafanir óháð ríkisstjórninni sem þar með utan þessarar þjóðstjórnar.
![]() |
Fundi frestað fram eftir degi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jákvæð áhrif ástandsins...
4.10.2008 | 09:36
Getur verið að kreppan sé að hafa þau jákvæðu áhrif að lús er ekki nærri eins útbreidd núna og í fyrra?
..enda utanlandsferðir ekki eins tíðar nú.
![]() |
Mætt snemma til funda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ekki skipta um hest í miðri á
4.10.2008 | 09:29
Jafnvel þótt ég sé sannfærður um það að það væri landi og þjóð til heilla að Framsókn væri í ríkisstjórn, væri glapræði að hringla í stjórnarsamstarfinu eða yfirstjórn Seðlabankans akkurat núna.
Þeir sem eru best inni í málum eiga að halda áfram, tryggja fjármálastöðugleika með öllum ráðum, útvega stórt lán, fá lífeyrissjóðina með okkur í lið og gera samninga við erlenda seðlabanka.
Að því loknu eiga þeir að gefa þjóðinni skýrslu um hvað í veröldinni fékk þá, ein stjórnvalda í hinum vestræna heimi, til að bregðast ekkert við alþjóðlegri fjármálakreppu fyrr en öll ljós voru orðin rauð og hvað það hefur kostað þjóðina.
Í framhalidnu er svo rétt að skoða hvað eigi að gera...
![]() |
Ræddu aldrei stjórnarsamstarf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |