Gíslataka Ögmundar í hjartastoppi fjármálalífsins
6.10.2008 | 15:26
Er í Svíþjóð að reynda að fylgjast með málunum. Tók út gjaldeyri í reiðufé í gærkvöldi til öryggis.
En það að Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri Grænna, skuli misnota formennsku sína í BSRB og þá stjórnarsetu sem henni fylgir til að taka ríkisstjórnina í gíslingu og heimta uppskiptingu bankanna, eru þvílík vinnubrögð að mér koma í hug orð sem ekki eiga heima á prenti.
Forsætisráðherra hefur einnig brugðist, með því að ná ekki lendingu í málunu og koma með trúverðuglegt útspil í stöðunni, þrátt fyrir gíslatöku Ögmundar. Annað hvort með því að átta sig ekki á stöðunni eða, ef hann hefur áttað sig á stöðunni, að koma þeim sem að málinu koma í skilning um alvarleika málsins. Það að bregðast við málinu svona seint, þrátt fyrir margendurtekin varnaðarorð, hefur nefnilega gefið þeim sem hjálpað geta, þær ranghugmyndir að þeir séu í einhverri samningsstöðu
Nú er ekkert annað fyrir hann og aðra en að girða sig í brók og koma málum í lag. Það eru allir að tapa. Það getur enginn grætt á svona ástandi.
Í framhaldinu væri svo hægt að fara í æfingar eins og að skipta um ráðherra, stjórn, boða til kosninga og ég veit ekki hvað.
En þegar einhver er í hjartastoppi þýðir ekkert að fárast yfir því hvort hann lifað heilbrigt fram að því eður ei, né hvernig best verði að haga sér í endurhæfingunni. Það verður að hnoða. Ef það er ekki gert, skiptir restin engu máli.
![]() |
Forsætisráðherra flytur ávarp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)