Frétt dagsins

"Sjálfstæðismenn eru fljótir að bregðast við"
mbl.is Þrír leiða Evrópustarfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stóra planið - úreltar tamningaaðferðir

Það er eins og ríkisstjórnin sé að beita gamalli en ómannúðlegri tamningaraðferð á þjóð sína.

Hún er svelt og hrætt í langan tíma, þannig að þegar eitthvað kemur fram sem er ekki svartasta svartnætti, verður henni þakkað.

Viðbrögðin við því að verið sé að ræða við Frakka um að miðla málum, voru enda afar jákvæð. Feginsbylgja, sem nær alveg að yfirskyggja ræfildóminn í því að hafa ekki farið beint til London og Amsterdam og málið klárað við þá á hæsta stigi og sett það í farveg þaðan. Sendinefndir hafa bara takmarkað umboð og einstaka embættismenn eiga það til að vilja skora stig með stífni, eins og ESB embættismennirnir gerðust berir að ef marka má Árna Mathiesen. Maður fréttir bara sjaldan af því, en það er örugglega talsvert algengt.

-----

Sama er með þetta IMF lán. Reynt er að leiða fólk í hreina örvinglan, þannig að fólk kalli á lausn, bara einhverja lausn, ekki endilega góða, þannig að þegar lausnin svo kemur verða allir kátir.

IMF vill auðvitað ekki lána fyrr en ljóst er að planið sem fara á eftir getur gengið upp.

Hvað halda menn eiginlega?

------

Svo hef ég heyrt, á eftir að finna það á heimasíðu IMF, að mismunun á grundvelli þjóðernis sé bönnuð samkvæmt reglum IMF.

Þess vegna eru yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um að verið sé að beita okkur bolabrögðum af hendi breta og Hollendinga með því að blanda þessum tveimur málum saman í besta falli blekking, í versta falli lygi.


mbl.is Utanaðkomandi mál tefja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurning kvöldsins

"Þú veist þegar þú ert að reka bankann að Seðlabankinn á X háan gjaldeyrisvaraforða, þú veist að bankakerfið er vaxið þjóðinni yfir höfuð og þú veist að við erum með krónu."

Sem viðbrögð við fullyrðingu og afsökun Björgólfs um.

"Við höfum ekkert bakland, við erum með Seðlabanka hér, sem að... hann á enga peninga, hann fékk ekkert lán"

Þetta eru einkafyrirtæki sem eiga fyrst og fremast að bera ábyrgð á sjálfum sér

"Við vildum fá 500 milljónir evra frá lífeyrissjóðunum, fengum þær ekki."

Eru lífeyrissjóðir landsmanna orðnir þrautavarasjóðir einkaaðila úti í bæ?

Þrátt fyrir að Landsbankinn í bretlandi eigi fyrir Icesaveinnlánunum. Hvað með alla þá lánveitendur sem hafa glatað fjármunum?

Er viðskiptavild allt í einu ekki verðmæti?

Hvernig í ósköpunum vogar hann sér að vona að hann muni ekki valda þjóðinni neinu tjóni og láta þar með í það skína að á endanum ætli hann segjast ekki hafa valdið þjóðinni tjóni með glæfraskap sínum?

Í hvaða umhverfi dettur mönnum í hug að senda starfsmönnum eftirlitsstofnanna rándýrar vínflöskur í jólagjöf. Hvað hefur eiginlega verið í gangi?


mbl.is Skuldir lenda ekki á þjóðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband