Davíð og ríkisstjórn í leikskóla !
18.11.2008 | 23:46
Ræða Davíðs Oddssonar hjá Viðskiptaráði er sorgleg fyrir margra hluta sakir
- Hún er sorglegur vitnisburður um embættismann sem ætti að vera að bjarga hag þjóðar sinnar, en eyðir þess í stað tíma sínum í að kenna hinum og þessum um hvernig komið er. Sá tími mun koma að gera þarf upp málin, en sá tími er ekki núna.
- Hún er sorglegur vitnisburður um sofandahátt ríkisstjórnar sem brást ekki við af myndarskap, þegar Seðlabankinn og að því er virðist Fjármálaeftirlitið einnig, vöruðu við ástandinu á bankamarkaðinum í vor.
- Hún er sorglegur vitnisburður um aðgerðarleysi og dugleysi Seðlabanka og Fjármálaeftirlits, sem þó eru bundin af aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar.
- Hún er sorglegur vitnisburður um greinilegt virðingarleysi sem ríkir í garð Fjármálaeftirlits, sem þrátt fyrir allt ber skylda til að eiga samstarf við Seðlabankann, á meira að segja mann í stjórn Seðlabankans og öfugt.
- Hún er sorglegur vitnisburður manns sem skilur augljóslega ekki alþjóðlegt samstarf. Á hverju það byggir og hversu mikils virði velvild nágrannaþjóða og helstu viðskiptaþjóða er. Heimastjórnarmennskan er þjóðinni ekki til framdráttar. Við verðum að vernda viðskiptavild þjóðarinnar.
- En fyrst og síðast er ræða Davíðs Oddssonar sorglegur vitnisburður um mann sem aldrei hefur á ævinni tapað og sér hugsanlega fram á sitt fyrsta tap, en ákveður að berjast til síðasta blóðdropa, númeð því að varpa ábyrgð út og suður, sumpart á rétta staði, en í annan part ekki.
Ráðherrar og aðrir embættismenn bregðast við á sama plani og Seðlabankastjóri og segja ekki ég", það var ekki sagt mér það", það er víst honum að kenna", hann vissi meira en ég". Ástandið minnir á það ástand sem kemur upp oft og iðulega upp í leikskólum landsins og bið ég leikskólabörn landsins þegar afsökunar. Líklegast væri réttast að kalla til fólk sem er sérmenntað og vel þjálfað til að eiga við ástandið. Köllum leikskólakennara inn á ríkisstjórnarfundi til að hafa stjórn á þeim. Hagfræðingar, sagnfræðingar, lögfræðingar, líffræðingar, sagnfræðingar og dýralæknar geta það greinilega ekki.
Hins vegar komu einnig fram áhugaverð og réttmæt sjónarmið, sérstaklega um fjölmiðla landsins. Mikil má skömm Davíðs sjálfs vera að hafa lagt fram jafn meingölluð fjölmiðlalög á sínum tíma. Það léleg að þau fengust ekki í gegn.
Eins verður fróðlegt að sjá hvað olli raunverulega reiði breta. Það hlýtur að koma fljótlega fram, fyrst sandkassaleikurinn er kominn á fullt.
![]() |
Fréttaskýring: Vígreif varnarræða seðlabankastjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
ESB lýsir vantrausti á ríkisstjórn Íslands – það geri ég líka
18.11.2008 | 12:29
Ríkisstjórnin, Seðlabankastjóri og Forseti Íslands básúnast yfir því að 27 þjóðir ESB krefjist þess að Ísland gangi frá sínum málum áður en IMF pakkinn sé afgreiddur.
Ég skil afstöðu þeirra vel.
ESB-þjóðirnar Svíar, Danir og Finnar hafa verið með sendinefnd hér á landi ásamt Norðmönnum til að kanna aðstæður og hvað sé í bígerð hjá íslenskum stjórnvöldum. Fulltrúar þeirra hafa greinilega komist að þeirri augljósu niðurstöðu að ríkisstjórnin viti ekkert hvað hún sé að gera.
Er það nokkuð skrítið?
Þeir upplifa að ráðherrar ríkisstjórnarinnar tala út og suður, upp og niður og hjóla hver í annan í hverju málinu á fætur öðru.
· Einn segir að sækja eigi um aðild að ESB, annar segir að það sé ekki á dagskrá.
· Einn ver stýrivaxtahækkun, annar segir hana vitleysu.
· Einn segist ekki kyssa vönd kvalara síns, annar er að reyna að semja frið við breta eftir eðlilegum leiðum.
· Nokkrir krefjast þess að seðlabankastjórnin víkji, aðrir verja hana í drep
· Einn gagnrýnir Seðlabankastjóra fyrir að hafa sagt að þjóðin ætli ekki að greiða erlendar skuldir, meðan staðgengill hans hefur sagt nákvæmlega það sama, jafnvel enn sterkar tveimur dögum áður, þá í embætti.
· Talað er um aðhald, meðan það eina sem kemur fram er niðurskurður á útgjaldaaukningu.
· Einn ver laun nýju bankastjóranna, annar gagnrýnir þau og sá sem ákveður þau í gegnum leppstjórnir sína, segist ekki vita hvað um sé að vera í bönkunum!
Hvernig á að vera hægt að treysta svona liði?
Ég geri það ekki.
Það er þörf á Framsókn við stjórn landsins.
![]() |
Arnór: Áfallið meira hér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |