Ríkisstjórnina frá og kjósum á ný

Þessi ríkisstjórn ráðleysis og sundurlyndis sem vanvirti viðvörunarljós á fjármálamarkaði sem byrjuðu að blikka fyrir 15 mánuðum og olli mestu hamförum í íslensku efnahagslífi frá lýðveldisstofnun, er eitthvert það mesta slys sem fyrir þessa þjóð hefur komið, en myndun hennar var samt það eina í stöðunni að loknum síðustu kosningum, þar sem þjóðin, södd og mett af ofgnótt atvinnuuppbyggingar, taldi sig geta verið án Framsóknar.

„Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa ástundað vinsældakapphlaup í stað ábyrgrar samstöðu á erfiðum tímum og nauðsynlegar aðgerðir til að bregðast við aðsteðjandi vanda reka á reiðanum. Framsóknarmenn hafa í rúmt ár varað mjög við þeirri stöðu sem þjóðarbúið er nú komið í og þeim óveðursskýjum sem stefndu að landinu erlendis frá. Þannig lýsti forsætisráðherra því m.a. í skýrslu sinni um efnahagsmál 2. september s.l. að þær efnahagsþrengingar sem væru framundan „væru vissulega krefjandi verkefni en ekki neyðarástand eða raunveruleg kreppa eins og Íslendingar kynntust fyrr á árum" og að við þyrftum „öll að búa okkur undir tímabundnar fórnir og minnkandi kaupmátt um hríð". Skyldi forsætisráðherra enn vera sömu skoðunar? „

Segir í síðustu miðstjórnarályktun Framsóknar

Ofgnóttin blindaði þjóðina í síðustu kosningum sem trúði því að einhver innistæða væri fyrir loforðaflaumi Samfylkingarinnar.

Fjölmiðlar landsins brugðust algerlega hlutverki sínu við að spyrja og kanna hversu raunhæfar tillögur framboðanna voru og gefin voru út aukablöð til að afvegaleiða umræðuna og sverta þau framboð sem voru eigendum blaðana ekki þóknanlegir. Aukaútgáfa DV, blaðs baugs, sem myndaði Baugsstjórnina, verður lengi í minnum höfð.

Af hverju ætli peningamennirnir hafi viljað koma Framsókn úr ríkisstjórn?

Ætli það hafi verið vegna baráttu hennar fyrir eflingu Fjármálaeftirlitsins og Samkeppnisstofnunnar?

Einhvern vegin hef ég mikinn grun um það, í það minnsta eftir þær breytingar sem hafa orðið á þessum stofnunum eftir að kratarnir komust til valda.

Þessi mistök þarf að leyfa þjóðinni að leiðrétta.

Það verður að kjósa á ný og mynda starfhæfa og raunsæja ríkisstjórn, þegar bráðaaðgerðum á fjármálamarkaði er lokið.

Það er þörf á Framsókn við stjórn landsins.


mbl.is 31,6% stuðningur við stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband