Niðurstaða fengin - samstaða ríkisstjórnarflokkanna

Það var nauðsynlegt að bera upp vantrauststillögu eins og þingmenn og ráðherrar ríkisstjórnarflokkanna hafa látið.

Eins og ráðherrar og þingmenn stjórnarflokkana hafa látið undanfarið, þurfti að komast niðurstaða í það hvort í raun ríkti stjórnarkreppa í landinu og var ríkisstjórnarflokkunum boðið upp á tvo kosti, annaðhvort að standa saman að baki ríkisstjórnarinnar og axla ábyrgð á henni eða að viðurkenna að traustið sé ekki fyrir hendi og því þurfi að boða til kosninga.

Allir þingmenn stjórnarflokkanna, sem til staðar voru, studdu ríkisstjórnina og bera þar með ábyrgð á henni.

Samfylkingin er sem sagt búin að samþykkja vinnubrögð setts dómsmálaráðherra við skipun héraðsdómara, Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að samþykkja að steinar verði lagðir í götu atvinnuuppbyggingar á Bakka og Helguvík, Samfylkingin að samþykkja áframhaldandi setu yfirstjórnar Seðlabanka og Fjármálaeftirlits og svo framvegis.

Nú ætlar ríkisstjórnin að snúa bökum saman og fara að vinna þjóðinni gagn í stað þess að vera í ábyrgðarlausu vinsældarkapphlaupi eða ábyrgðarflótta.


mbl.is Vantrauststillaga felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjálkar og flísar í augum ríkisstjórnarinnar

Það er rétt hjá Ingibjörgu Sólrúnu að það sé mikilvægt að stjórnmálamenn snúi bökum saman.

Því miður hefur henni ekki tekist að tryggja að eigin þingmenn snúi bökum saman og þaðan af síður að tryggja að þingmenn stjórnarliðsins snúi bökum saman.

Stjórnarandstaðan hefur boðið fram sáttahönd, sem ekki hefur verið tekið. Henni hefur ekki verið boðið neitt bak að snúa sér að.

En Ingibjörg Sólrún og Geir H Haarde hafa brugðist því hlutverki sínu, fjalla um flísarnar í augum stjórnarandstöðunnar en gleyma bjálkunum í eigin augum. Því er verið að fjalla um vantraust á þau.


mbl.is Stjórn og stjórnarandstaða snúi bökum saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband