Ábyrgð í ástandi sem Geir ber ekki ábyrgð á

Geir H Haarde ber vissulega ekki ábyrgð á hruni bankanna. Þeir voru einkafyrirtæki sem áttu að kunna fótum sínum forráð. Hluthafar og lánadrottnar bankanna geta ekki kennt honum um það.

En Geir H Haarde ber ásamt ríkisstjórn sinni ábyrgð á viðbrögðum og viðbragðsleysi við þeim viðvörunarljósum sem fóru að lýsa fyrir uþb 15 mánuðum.

Geir H Haarde ber ásamt ríkisstjórn sinni ábyrgð á þenslufjárlögum þegar lausafjárkreppan var byrjuð.

Geir H Haarde ber ásamt ríkisstjórn sinni ábyrgð á því að hafa ekki nýtt lántökuheimild Alþingis strax í vor

Geir H Haarde ber ábyrgð á því að hafa ekki hafa ekki haft samráð við aðila vinnumarkaðarins, þrátt fyrir fögur fyrirheit þar um.

Geir H Haarde ber ásamt ríkisstjórn sinni ábyrgð á viðbrögðum við hjálparbeiðni Glitnis.

Geir H Haarde ber ásamt ríkisstjórn sinni ábyrgð á því að hafa ekki útkljáð sín mál við breta án þess að bretar teldu rétt að beita okkur með óréttmætum hætti hryðjuverkalögum.

Geir H Haarde ber ásamt ríkisstjórn sinni ábyrgð á pólitískt skipuðum bankaráðum.

Geir H Haarde ber ásamt ríkisstjórn sinni ábyrgð á þeim gjaldeyrishömlum sem við búum nú við.

Geir H Haarde ber ásamt ríkisstjórn sinni ábyrgð á því að uppbygging við Bakka er nú í uppnámi.

Geir H Haarde ber ásamt ríkisstjórn sinni allri ábyrgð á því að enn sitja Seðlabankastjórar og Fjármálaeftirlitsyfirmenn sem eru algerlega rúnir trausti

Það er margt fleira sem Geir H Haarde ber ábyrgð á, því getur hann ekki hlaupist frá.


mbl.is Geir: Tel mig ekki persónulega ábyrgan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrennt sem bankaráðin þurfa að hafa í huga

  1. Gagnsæi
  2. Gagnsæi
  3. Gagnsæi

Annað er afleiðing þess; Sanngirni, eðlilegir viðskiptahættir, enduruppbygging trausts og svo framvegis.


mbl.is Stórviðskipti borin undir bankaráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrítin forgangsröðun ríkisstjórnarinnar

Ég skil hvorki upp né niður í forgangsröðun ríkisstjórnarinnar í tegnslum við hrunið.

Fyrst eru kynntar aðgerðir sem ættu að komast síðastar, það er rýmkun á gjaldþrotareglum, lækkun dráttarvaxta og innheimtukostnaðar, atvinnuleysisaðgerðir. Það er ráðstafanir fyrir fólk sem komið er í þrot eða er búið að missa vinnuna

Því næst eru kynntar aðgerðir til að hjálpa fólki til að halda húsnæðinu.

En síðast eru kynntar aðgerðir sem eiga að tryggja að fólk missi ekki vinnuna.

Hefði ekki verið betra að byrja á því að kynna tillögur til að hjálpa fyrirtækjum landsins, með það að markmiði að fækka uppsögnum, þannig hefði ekki þurft eins miklar aðgerðir til að hjálpa fólki að halda eignum sínum og fækka þeim sem lenda í greiðsluerfiðleikum og gjaldþrotum.

Það er eins og kratisminn sé algerlega búinn að ná völdum:

Tryggjum að allir hafi það jafn skítt.

Það er þörf fyrir Framsókn við stjórn landsins.


mbl.is Aðgerðir kynntar eftir helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband