Gjörningaveður geysar án veðurspár

Ég upplifi að landið sé stjórnlaust.

Það er enginn sem segir við okkur almúgann hvað sé að gerast og hvað standi til.

Á meðan magnast óttinn, reiðin finnur sér engan farveg og brýst út hér og þar, gagnrýni á einstaka gjörninga, hversu vitlausir, ólöglegir og siðlausir sem þeir virðast vera yfirskyggja það sem ætti að vera að ræða:

Hvernig komum við landinu í gang á ný?

Við búum í réttarríki og verðum að treysta því að þeir hlutir sem taka alla umræðuna í dag fari í réttan farveg, hlutir séu rannsakaðir og menn dregnir til ábyrgðar. Það er einfaldlega ekki verkefni dagsins að eyða púðri í það.

Það verður að koma fram fyrir almenning og segja hvað verið sé að gera amk eitthvað af eftirfarandi á næstu vikum:

  • Koma gjaldeyrisviðskiptum í gang. Það mun taka tiltekinn tíma og til þess að það geti gerst þarf að gera tiltekna hluti. Ef ekki takist að koma krónunni á flot, að gerður verði samningur við ECB um tímabundinn fastgengissamning, ef það gengi ekki verði fastgengi og gjaldeyrishöft um tiltekinn tíma, líklegast 2-3 ár.
  • Tryggja að gjaldeyrir hafi fleiri en eina leið til og frá landinu. Í því sambandi væri freistandi að horfa til þess að Sparisjóðabankinn yrði keyptur af norrænu systurfyrirtæki sínu. Þannig væru margar flugur slegnar í einu höggi.
  • Samtímis að koma peningaflæði innanlands í lag, fyrirtæki landsins verða að fá aðgengi að fjármagni til að geta starfað eins eðlilega og kostur er. Það fækkar afturköllun verkefna, fækkar fyrirtækjum sem fara á hausinn sem allt hefur í för með sér fækkun þeirra sem missa vinnuna. Á það hefur skort.
  • Setja öllum sveitarfélögum, ráðuneytum og stofnunum ríkisins fyrir að fara yfir sinn rekstur og meta hvaða áhrif hrunið hefur á þau og hvaða aðgerðir þarf að fara í til að bregðast við því, með það að leiðarljósi að grunnþjónusta haldist óskert um leið og allra sé gætt.
  • Forgangsraða opinberum verkefnum með það fyrir augu að draga sem mest úr uppsögnum og koma sem mest í veg fyrir atvinnuleysi.
  • Lækka skatta á fyrirtæki til að laða fjárfesta til athafna, innlenda sem erlenda.

Vonandi eru þessi atriði og þau sem ég gleymi hluti af IMF áætluninni, sem kynnt verður á föstudaginn ,en það er alveg hægt að segja okkur að það verið sé að hugsa í þessar áttir, þótt ekki sé farið í tiltekin atriði og útfærslur.

Um leið verður að fullvissa alla um að rannsókn muni fara fram og helst verður að setja strax fram feril sem sú rannsókn eða þær rannsóknir munu fylgja. Þá fær fólk strax meiri trú á grunnskipulag samfélagsins.

Að því loknu verður að fara yfir hvernig við tryggjum hagsmuni þjóðarinnar til frambúðar. Umsókn um aðild að ESB er einboðin að mínu mati, þegar björgunaraðgerðum líkur og þjóðarskútan er komin af stað á ný. Við verðum að vita hvað er í þeim pakka.

Á meðan engin leiðsögn eða leiðarvísir er gefinn, grúir óvissan yfir, sem nærir ótta, vanlíðan og reiði sem orsakar það gjörningaveður sem geysar núna og gerir það að verkum að allir halda að sér höndum og atvinnulífið og samfélagið allt fer í stórastopp og hætta á almennu siðrofi eykst. Það sé ég sem raunverulega mikla ógn við okkar samfélag.

Hinir svokölluðu leiðtogar þjóðarinnar verða að leiða þjóð sína og bægja óveðursskýjunum frá, í það minnsta að koma með veðurspá um að veðrinu muni slota.

Það þýðir ekki að hlaupa í felur. Veðrið batnar ekkert við það.


mbl.is Ekki hægt að taka aðra ákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

It's the muppit show

Ég er algerlega kjaftstopp.

Eins og fréttirnar hrannast upp og eru reyndar dregnar undireins til baka í hinum og þesum "óháðu" fjölmiðlunum, held að það sé rétt að bíða með að skrifa um svona mál þangað til að komin sé niðurstaða rannsóknar á málunum.

Ekki bara þetta heldur einnig hvernig þessar skuldaniðurfellingin gat átt sér stað og hvernig stendur á því að heimilað hafi verið að færa ábyrgðir á lánum frá einstaklingum yfir á einkahlutafélög með takmarkaða ábyrgð.

og svona heldur þetta áfram og áfram

Held að það sé réttast að horfa bara á gamla prúðuleikara á meðan

Það verður í það minnsta nóg að gera fyrir lögfræðinga framtíðarinnar.


mbl.is Skoða meintar milljarðafærslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband