Krókur á móti bragði breta
6.11.2008 | 20:18
Ef bretar ætla að beita okkur fjárkúgunum, er ekkert annað að gera en að koma með krók á móti því óþverrabragði.
Fyrst þarf að vísitölutryggja laun og setja vísitölutryggingu á alla innistæðureikninga núverandi banka.
Því næst að samþykkja allar þær kröfur sem gerðar eru til tryggingasjóð innistæðueigenda með vísan í jafnræðisreglu EES-samningsins og leysa með því deiluna við breta. IMF lánið gengur í gegn og önnur lán fylgja í kjölfarið. Allt í erlendri mynt.
Kröfurnar í sjóðinn hljóta að miða við þann dag sem bankarnir fóru í þrot og á gengi þess dags, en íslenski innistæðutryggingasjóðurinn er gerður upp í íslenskum krónum.
Því næst förum við að ráðum dóttur minnar, sem fagnaði því að við ættum vélina þegar hún heyrði fyrst af peningavandræðum í fréttum.
"hvaða vél?"
"Jú, peningavélina"
Við prentum einfaldlega íslenskar krónur, leggjum þær inn í tryggingasjóðinn og gerum upp við innistæðueigendur þrotabúabankanna og tökum á okkur nokkura mánaða óðaverðbólgutímabil.
Með vísitölutryggð laun og sátt um stöðugar verðhækkanir ættu hjól atvinnulífsins að geta snúist áfram. Kaupmáttur helst nokkurn vegin og við greiðum okkar kröfur upp í topp.
Allir kátir?!?!?
...nema kannski kúgararnir sem sitja uppi með verðlitlar krónur.
-----------
uppfærsla
Að öllu gamni slepptu á ekki að gefa þeim tommu eftir, en ef við yrðum dæmd til að greiða þetta sem engar líkur eru á, væri hægt að fara í einhverjar svona æfingar..
![]() |
Við hættum frekar við lánið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.11.2008 kl. 00:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fjárklippurnar á loft !!!
6.11.2008 | 12:02
Var um borð í Ægi og Tý í gær og fyrradag.
Þar horfði ég með aðdáun og stolti á víraklippurnar sem beitt var gegn bretum í þeim þorskastríðum sem unnist hafa hingað til.
Þær eru klárar til brúks.
Í þessu þorskastríði er ekkert annað að gera en að hanna nýjar klippur:
Fjármálaklippur.
Þegar fjárkúgun breta verður gerð opinber, eigum við að mótmæla framferði þeirra út um allar trissur og tranta og spyrja þjóðir og fyrirtæki heims einnar spurningar:
Þorið þið að eiga viðskipti við sjóræningja?
Eða ítarlegri útgáfu af sömu spurningu:
Þorið þið að eiga viðskipti og eiga fjármuni í ríki sem hikar ekki við að misbeita hryðjuverkalögum ef það hentar þeim og þora ekki að fara til dómstóla með kröfur sínar, heldur beita sjóræningjaaðferðum til að reyna að ná fram sínum vilja?
bretar eru ein helsta viðskiptamiðstöð heimsins og ef þjóðir heims klippa á þau tengsl sem þeir geta og flytja þau annað vegna hræðslu við yfirvöld í bretlandi erum við komin með fjárklippur sem geta haft svipuð áhrif og víraklippurnar góðu í varðskipunum.
![]() |
IMF-beiðni frestað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Tveir kostir í stöðunni
6.11.2008 | 10:01
Ef við ætlum að hafa fljótandi gengi sem er forsenda frjáls flæðis fjármagns og þar með þátttöku okkar í eðlilegum alþjóðaviðskiptum, verða stýrivextir að vera jákvæðir. Í verðbólgutíð verða þeir því að vera háir, það háir að ekkert fyrirtæki getur lifað þá af að óbreyttu. Þess vegna verður að fara í mótvægisaðgerðir vegna þessara vaxta, og ekki síst að koma einhverju fjármagni í umferð innanlands, svo fyrirtæki geti starfað áfram. Helst sér maður fyrir sér lækkun á sköttum fyrirtækja og rýmkun heimilda til að færa tap á milli ára, svo og bjargráðalánveitingar til fyrirtækja sem byggðust á almennum skilyrðum t.d. ákveðin upphæð á hvert stöðugildi, sem væru t.d. með veðum í atvinnuleysistryggingasjóði. Verðbólgan mun fara hratt niður, enda engin eftirspurn til að kynda hana, þannig að brátt fengjum við að sjá myndarlega lækkun stýrivaxta.
Ef við endum í áframhaldandi gjaldeyrisskömmtun og verðum áfram undir járnhæl herrans í Svörtuloftum, er ekki lengur um að ræða frjálst flæði fjármagns og því er engin forsenda fyrir háum stýrivöxtum. En um leið yrði frjálst flæði atvinnuafls úr landi og stöðugt flæði fyrirtækja í gjaldþrot, því kjör þeirra á erlendri grund færu fjandans til.
![]() |
Stýrivextir áfram 18% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)