Nóg komið af karpi

Nú þarf að koma rannsókn á íslenska bankakerfinu, aðdraganda hrunsins og aðgerðum í hruninu sjálfu í skynsamlegan farveg.

Það þýðir ekkert að karpa svona hægri vinstri í fjölmiðlum. Heildarmyndina verður að skýra þannig að þeir sem hlusta, lesa og sjá geti áttað sig á samhengi hlutanna.

Stjórnvöld eiga að koma þessu sem allra fyrst í farveg, þannig að umræðan geti farið að snúast um það sem skiptir mestu máli, hvernig efnahagslífinu verði komið í gang á ný og hvernig verði tekið á málum þeirra sem lenda í vandræðum.


mbl.is Icesave upphæðir jukust ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband