Íslenskir fréttamenn kolfalla fyrir lúxus PR mönnum
10.12.2008 | 18:50
Lúxemborgarar ætla að veita allar upplýsingar svo framarlega sem það samrýmist þarlendum lögum og reglum.
Hljómar vel, ekki satt?
Er hefði nú ekki verið rétt hjá fréttamanninum að spyrjast fyrir um hvaða upplýsingar það séu sem fást, enda er bankaleynd þeirra meiri en í flestum öðrum löndum?
En nei. Það má ekki styggja útlendinginn.
![]() |
Fjármálaeftirlitið í Lúxemborg vill veita upplýsingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttamálaráðherra ræðst að íþróttahreyfingunni
10.12.2008 | 17:04
Ef þessar tillögur ná fram að ganga og kostun verður bönnuð mun íþróttaefni verða mun einhæfara en áður. Hestamenn hafa t.d. sjálfir framleitt sitt efni gegn því að fá að setja kostunaraðila með og fleiri dæmi mætti nefna.
Auglýsingastofur og birtingahús virðast hafa greint sig að þeirri niðurstöðu að einungis fótbolti sé áhugavert sjónvarpsefni og því seljast hefðbundnar auglýsingar ekki af neinu ráði nema í tengslum við fótboltaviðburði og kannski handbolti og karfa á góðum degi. Það hefur áhrif á þá sem velja það íþróttaefni sem sýnt er.
Þetta þýðir að tekjur af sölu á auglýsingum, skiltum og þess háttar á aðra íþróttaviðburði mun dragast verulega saman.
Gerir íþróttamálaráðherra ráð fyrir að bæta íþróttahreyfingunni þann tekjumissi?
![]() |
Gjald vegna RÚV verður 17.900 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ætlum við ekkert að læra?
10.12.2008 | 09:51
Með því að láta sér detta í hug að láta innlendu endurskoðunarfyrirtækin sjá um að endurskoða verk hinna er viðskiptaráðherra í rauninni að opinbera skilningsleysi sitt á aðstæðum í íslensku viðskiptalífi.
Það er alveg á hreinu að þetta eru ekki einu tengslin í þessu ferli. Glitnir virðist bara vera eini bankinn sem fjölmiðlar taka fyrir. Landsbankinn virðist t.d. alveg sleppa af einhverjum ástæðum.
Við erum einfaldlega of fá til að hægt sé fela einu stóru fyrirtæki að hafa eftirlit með störfum annars stórs fyrirtækis þannig að það bíti eitthvað og hafi einhvern trúverðugleika.
Fljótlega kemst á þegjandi samkomulag í golfklúbbnum, hjá rótarífélögunum, á kiwanisfundi, í ræktinni, í heita pottinum og víðar um að vera ekki að klóra augun hver úr öðrum.
Ekkert rekjanlegt, ekkert sem hægt er að sakfella fyrir.
Ósköp mannlegt, en algerlega ómögulegt.
Því fyrr sem erlendum aðila er falið að hafa yfirumsjón með öllu rannsóknarferlinu, því fyrr kemur fram niðurstaða sem einhver möguleiki er á að njóti einhvers trausts sem hægt er að byggja framhaldið á.
![]() |
Björgvin vissi af rannsókn KPMG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |