Dýrmætasti flautuleikari landsins

Það er engum blöðum um það að fletta að Jón Gerald Sullenberger hefur náð að hafa afar mikil áhrif á þjóðfélagsumræðuna hér á landi, fyrst sem flautuleikari (e:whistle blower) í Baugsmálinu, svo í gegnum skýringarmyndböndin um FL og Sterling og nú í viðtölum.

Með þetta fjölmiðlaumhverfi, þar sem fréttastjórarsem virðast ekki þora eða hafa á að skipa mannskap til að setja það gríðarlega magn upplýsinga sem yfir okkur flæðir, í skiljanlegt samhengi hefur honum tekist að skýra þá mynd eitthvað - á hlutdrægan hátt auðvitað, en staðreyndirnar hafa ekki verið hraktar.

Hans skýringar snúast eingöngu um Baug og tengd fyrirtæki og , en mér er spurn:

Hvað ætli sé að finna í öðrum hlutum íslenska viðskiptaumhverfisins, þeim sem Jón Gerald hefur ekki áhuga á?

Þyrfti ekki að fjölga í flautusveitinni?


mbl.is Jón Gerald mótmælir í Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband